Anuradha Roy

2019

Indverska skáldkona Anuradha Roy er einnig blaðamaður og ritstjóri. Þá starfar hún sem hönnuður hjá útgáfufyrirtækinu Permanent Black sem hún stofnaði ásamt eiginmanni sínum, Rukun Advani, árið 2000.

Roy nam enskar bókmenntir í Indlandi og við Cambridge og gaf út sína fyrstu bók, An Atlas of Impossible Longing árið 2008. Skáldsagan hlaut afar góðar viðtökur og var þýdd á fjölmörg tungumál sem og önnur bók hennar, The Folded Earth frá árinu 2011. The Folded Earth hlaut Economist Crossword verðlaunin og þriðja skáldsagan, Sleeping on Jupiter sem kom út árið 2015 vann DSC verðlaunin fyrir Suður-Asískar bókmenntir og var tilnefnd fjölda annarra svo sem til Man Booker verðlaunanna. Þá var hennar nýjasta verk, All the Lives We Never Lived frá 2018 tilnefnt til JCB skáldsagna verðlaunanna.