Sjón

Mynd: Dagur Gunnarsson

Sigurjón Birgir Sigurðsson (Sjón) er fæddur í Reykjavík árið 1962. Hann hóf rithöfundarferil sinn ungur sem ljóðskáld og hefur sent frá sér fjölda ljóðabóka og skáldsögur, skrifað leikrit og gefið út efni fyrir börn. Samhliða rithöfundarferlinum hefur Sjón tekið þátt í myndlistasýningum og tónlistarviðburðum af ýmsum toga.

Verk eftir Sjón hafa verið þýdd á fjölda tungumála. Hann hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2005 fyrir skáldsöguna Skugga-Baldur og Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsöguna Mánastein árið 2013, Menningarverðlaun DV árin 1995 og 2002 og tilnefningu til Óskarsverðlauna árið 2001 og Golden Globe-verðlaunanna árið 2001, ásamt Björk og Lars von Trier, í flokknum besta frumsamda sönglag í kvikmynd fyrir lagið „I’ve seen it all“.