Aase Berg

Mynd: Elisabeth Ohlson Wallin

Aase Berg er sænskt ljóðskáld, en hún hefur einnig skrifað esseyjur og bókmenntagagnrýni fyrir blöð á borð við Dagens Nyheter. Nýjasta bók hennar Hackers eða Hakkarar kom út í Svíþjóð 2015. Í bókinni er hugmyndaheimi femínismans teflt saman við veröld vírusa, Trójuhesta og tölvuhakkara á hömlulausan hátt.