Rithöfundar sýna myndir

Um þessar munP1040338dir fara fram myndlistasýningar tveggja rithöfunda í Reykjavík. Annars vegar er í Listasafni ASÍ í Ásmundarsal við Freyjugötu sýning á verkum Sigrúnar Eldjárn sem ber yfirskriftina TEIKNIVÍSINDI – SJÖ NÍU ÞRETTÁN. Uppistaða sýningarinnar eru teikningar, eins konar óður til blýantsins. Fyrsta barnabókin Sigrúnar kom út 1980. Þær skipta nú tugum og njóta mikilla vinsælda meðal barna á ýmsum aldri. Hér er heimasíða safnsins þar sem finna má frekari upplýsingar um sýninguna: http://www.listasafnasi.is/

Hallgrímur Helgason mynd

Hin sýningin er til húsa að Baldursgötu 12, 101 Reykjavík í listhúsinu Tveir hrafnar. Þar sýnir Hallgrímur Helgason svarthvítar akrýlmyndir af frægustu rithöfundum Íslands á fyrri hluta tuttugustu aldar – frá torfbæjum til Nóbelsverðlauna. Yfirskrift sýningarinnar er „Íslensk bókmenntasaga, 4. bindi.“ Hér er heimasíða listhússins: http://tveirhrafnar.is/

Þessar sýningar eru kærkomin viðbót við þá miklu bókmenntaveislu sem framundan er.