Ragnar Jónasson

Ragnar Jónasson hefur skrifað níu glæpasögur, en sú nýjasta, Mistur, kemur út síðar á þessu ári. Bækur Ragnars hafa verið seldar til átján landa og náð efstu sætum á metsölulistum erlendis. Bók Ragnars, Náttblinda, var valin besta þýdda glæpasagan í Bretlandi árið 2016. Ragnar starfar sem rithöfundur og lögfræðingur í Reykjavík, og kennir jafnframt höfundarétt við Háskólann í Reykjavík. Með námi starfaði hann við fjölmiðla, meðal annars á Rás 2 og sem fréttamaður hjá fréttastofu sjónvarpsins. Ragnar hefur jafnframt þýtt fjórtán skáldsögur Agöthu Christie á íslensku. Þá er hann einn af stofnendum alþjóðlegu glæpasagnahátíðarinnar Iceland Noir.