Pierre Lemaître, margverðlaunaður spennusagnahöfundur

Franski rithöfundurinn Pierre Lemaitre er margverðlaunaður rithöfundur og gríðarlega vinsæll spennusagnahöfundur. Árið 2013 Goncourt-verðlaunin, en það eru virtustu bókmenntaverðlaunin í Frakklandi, og Alþjóðlega rýtinginn CWA, verðlaun samtaka breskra glæpasagnahöfunda.

Pierre Lemaitre ©Thierry Rajic / Figure

Pierre Lemaître, ©Thierry Rajic / Figure

Bók Pierre Lemaître, Alex, kom nýverið út í íslenskri þýðingu Friðriks Rafnssonar og hefur bókin trónað á toppi metsölulistanna síðan. Hún reynir mjög á réttlætiskennd lesandans og er alls ekki fyrir viðkvæma. Það verður gaman að heyra Lemaitre segja frá verkum sínum þegar hann kemur á Bókmenntahátíð í Reykjavík í september.

Í samtali við DV á dögunum sagði Friðrik frá höfundinum og þýðingarferlinu og sagði meðal annars :

„Það var mjög gaman en krefjandi að þýða Alex því Lamaitre er mjög vel lesinn og í bókum sínum lyftir hann hattinum til ýmissa rithöfunda, eins og Proust og Pasternak, en líka kvikmyndaleikstjóra eins og meistara Alfred Hitchcock. Mér finnst Alex snilldarlega vel fléttuð spennusaga sem reynir mjög á réttlætiskennd lesandans. Þetta er alls ekki bók fyrir viðkvæmar sálir. Fyrst og fremst er Pierre Lemaitre vel lesinn og fantagóður rithöfundur sem veit nákvæmlega hvað hann er að gera. Það er þýðandans að átta sig vel á því öllu og koma því til skila á íslensku. Ég vona að það hafi tekist.“

Pallborðsumræður: Glæpasögur á síðkvöldi