„Pabbi talar við flugurnar í síma“

Þýska skáldkonan Herta Müller sótti Reykjavík heim á Bókmenntahátíð í fyrra og vakti heimsókn hennar mikla athygli. Hún hélt áhrifamikla opnunarræðu í Norræna húsinu 7. september 2011, kom fram í höfundaspjalli og las upp úr verkum sínum fyrir troðfullu húsi í Iðnó.

Herta Müller hlaut  Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2009 og síðan hafa komið út þrjú verk.  Bókin Heute wär ick mir lieber night begegnet (e. The Appointment) kom út árið 2010 og ári síðar ritgerðasafnið Immer derselbe Schnee und immer derselbe Onkel.

Í ágúst síðastliðnum kom út sérstæð bók sem ber titilinn Vater telefoniert mit den Fliegen (sem gæti útlaggst sem „Pabbi talar við flugurnar í síma“). Um er að ræða klippiverk þar sem brotum og klippum úr tímaritum og fréttablöðum er endurraðað í ljóðverk. Hér má sjá stutta umfjöllun (á þýsku) um nýju bókina og líka hér. Hér má einnig sjá örstutt viðtal við Hertu um bókina. Og síðan má sjá sýnishorn úr sjálfri bókinni hér. Þarna er á ferðinni áhugaverð bók sem dansar á mörkum bókmennta og myndlistar.

Á íslensku hafa komið út tvær skáldsögur og tvær smásögur eftir Hertu Müller. Forlagið Ormstunga gaf út skáldsöguna Ennislokkur einvaldsins í þýðingu Franz Gíslasonar árið 1995 og Andarslátt árið 2011 í þýðingu Bjarna Jónssonar en Bjarni var tilnefndur til þýðingarverðlaunanna fyrir verkið. Smásögurnar „Dillandi tangó“ og „Maðurinn með eldstokkinn“ hafa verið birtar í Tímaritinu Stínu í þýðingu Guðbergs Bergssonar (2010 5 (2) og 2011 6 (1)).