Ófeigur Sigurðsson, ljóðskáld og rithöfundur

ÓS portrait

Ófeigur Sigurðsson

Ófeigur Sigurðsson fæddist árið 1975. Ófeigur er í framvarðarsveit ungra skálda á Íslandi sem hafa átt stóran þátt í að endurnýja ljóðformið með ýmsum hætti síðastliðin ár. Hann útskrifaðist úr heimspeki við Háskóla Íslands og hefur einnig starfað við útvarp.

Fyrsta bók Ófeigs var ljóðabókin Skál fyrir skammdeginu sem kom út hjá Nykri árið 2001. Tveimur árum síðar eða árið 2003 kom önnur ljóðabók hans Handlöngun út hjá Nýhil. Ófeigur er virkt ljóðskáld en þriðja ljóðabók hans, Roði kom út árið 2006. Tvær ljóðabækur komu úr smiðju Ófeigs árið 2008, bækurnar Tvítólaveislan og Provence í endursýningu.

Jon-175x271Árið 2005 sendi Ófeigur frá sér sína fyrstu skáldsögu, Áferð sem gefin var út hjá Bjarti. Sú bók hlaut mikið lof gagnrýnenda. Árið 2010 kom út hjá Máli og menningu önnur skáldsaga Ófeigs, Skáldsaga um Jón og hans rituðu bréf til barnshafandi konu sinnar þá hann dvaldi í helli yfir vetur og undirbjó komu hennar og nýrra tíma. Sú bók varð fyrst íslenskra skáldverka til að hreppa hin eftirsóttu Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins. 

Bókina Landvættir sendi Ófeigur frá sér haustið 2012. Bókin hlaut góðar viðtökur lesenda líkt og fyrri bækur Ófeigs.
Nýjasta bók hans, Öræfi kom út árið 2014. Sú bók hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin og verðlaun bóksala árið 2014.Oraefi_kilja_175 Um bókina segir Einar Falur Ingólfsson hjá Morgunblaðinu;

„Ný skáldsaga Ófeigs Sigurðssonar, Öræfi, er ævintýralegt ferðalag til móts við íslenska nátt- úru og menningu, sagnahefðina og þjóðarsálina … festir sig sessi sem einn markverðasti og frumlegasti höfundur samtímans … Ádeilan samfélagið og afstöðu Íslendinga til náttúrunnar og fram- tíðarinnar er afar sterk og ekki er annað hægt en að hrífast með þessu áhrifamikla ferðalagi inn heim orðanna …“

Hér má sjá skemmtilegt viðtal við Ófeig.

Hér má einnig sjá skemmtilega umfjöllun um rithöfundinn.

Pallborðsumræður: Hlutverk fortíðar í nútímaskáldskap