Nawal El Saadawi hlýtur verðlaun

Egypska baráttukonan og rithöfundurinn Nawal El Saadawi var ein af gestum síðustu Bókmenntahátíðar í Reykjavík. Hér má sjá opinbera heimasíðu hennar. Nawal hefur sent frá sér yfir 50 skáldverk og barist í áratugi fyrir auknum mannréttindum í Egyptalandi og um allan heim.

Í maí síðastliðnum hlaut hún hin sænsku Stig Dagerman verðlaun. Verðlaunin eru til heiðurs rithöfundinum Stig Dagerman (1923-1954) og eru veitt árlega persónu eða stofnun sem staðið hefur vörð um tjáningarfrelsið. Hér má lesa nánar um verðlaunin og Stig Dagerman.

Hér má þar að auki sjá viðtal við Nawal frá árinu 2010.