Naila Zahin Ana

Rithöfundurinn heitir Ana Naila Zahin, bloggari og aktivisti, fædd árið 1995 í Bangladesh. Ana hefur verið virk í skrifum á bloggsíðum og í fjölmiðlum í heimalandi sínu. Árið 2013 tók hún virkan þátt í Shahbag mótmælunum í Bangladesh ásamt þúsundum annarra en mótmælin snéru að ákvörðun stjórnvalda um að dæma til dauða aðila sem tekið hafði þátt í vopnaðri baráttu gegn stjórnvöldum árið 1971(Bangladesh Liberation War).

Í skrifum sínum fjallar Ana m.a. um kynjajafnrétti, feminisma, trúleysi og stjórnmál. Ana var neydd til að hætta háskólanámi og varð að fara í felur um mitt ár 2016 þar sem öryggi hennar var ógnað.