Morten Strøksnes

Morten Strøksnes

Morten Strøksnes er margverðlaunaður norskur rithöfundur, blaðamaður, ljósmyndari og hugmyndasagnfræðingur. Hann vakti heimsathygli fyrir Hafbókina, listin að veiða risaháfisk á gúmmíbát fyrir opnu hafi árið um kring. En hún er frásögn af hákarlaveiðum tveggja vina úti fyrir lítilli eyju í Lófóten í Noregi. Bókin kom út í íslenskri þýðingu Höllu Kjartansdóttir hjá Bjarti 2016. Árið 2006 kom út bókin Hvað er á seyði í Norður-Noregi? (Hva skjer i Nord-Norge?), þar sem ferðast er um nyrstu fylki Noregs og spurningum um sögu, náttúrufar, mannlíf og sögu svæðisins velt upp. Árið 2010 gaf Strøksnes út bókina Morð í Kongó (Et mord i Kongo), um réttarhöldin yfir tveimur norskum hermönnum sem sakaðir voru um manndráp og njósnir í Austur-Kongó 2009. En bæði verkin mætti flokka sem bókmenntalega blaðamennsku.