Maziar Bahari, blaða- og kvikmyndagerðamaður

Hossein Shariatmadari

Maziar Bahari

Maziar Bahari er íranskur-kanadískur blaðamaður og kvikmyndagerðamaður.
Bahari úrskrifaðist með gráðu í fjölmiðlafræði frá Concordia Háskólanum í Montreal árið 1992. Stuttu eftir útskrift gerði hann sína fyrstu kvikmynd The Voyage of Saint Louis árið 1994. Bahari hefur framleitt fjölda heimildamynda og fréttaskýringaþátta fyrir ýmsa þekkta ljósvakamiðla á borð við BBC, Channel4, HBO, Discovery, Canal+ og NHK.
Meðal annarra þekktra kvikmynda eftir Bahari eru Paint! No Matter What (1999), Football, Iranian Style (2001), And Along Came a Spider (2002), Mohammad and the Matchmaker (1994), Targets: Reporters in Iraq (2005), Greetings from Sadr City (2007), Online Ayatollah (2008), The Fall of a Shah (2009) og An Iranian Odyssey (2010). Þá hefur Bahari einnig sitið í dómnemdum margra kvikmyndahátíða. Yfirlitssýning á verkum Bahari var skipulögð af Alþjóðlegu heimildamyndahátíðinni í Amsterdam árið 2007.

Then_They_Came_for_Me_(Bahari_book)Bahari hefur helgað lífi sínu mannréttindabaráttu eftir að hann var dæmdur í 13,5 ára fangelsi í Íran í tengslum við óeirðirnar sem brutust úr þar í landi árið 2009 í kjölfar forsetakosninganna sama ár. Hann starfaði hjá fréttamiðlinum Newsweek frá 1998 – 2011 en eftir að hann var látinn laus úr haldi eftir fjögurra mánaða fangelsisvist skrifaði hann metsölubókina Then They Came for Me sem byggð er á reynslu hans. Kvikmyndin Rosewater frá árinu 2014 í leikstjórn Jon Stewart er byggð á bók Bahari.

Árið 2014 sendi Bahari frá sér heimildarmyndina To Light a Candle sem fjallar um ofsóknir gegn Bahá’íum í Íran.

Á heimasíðu hans má finna nánari upplýsingar um verk hans og starfsferil.

Pallborðsumræður: Blaðamennska er ekki glæpur & Rosewater: Kvikmynd eftir Jon Stewart