Maja Lee Langvad

Maja Lee Langvad er danskt ljóð skáld að kóreskum uppruna. Langvad vakti athygli strax með fyrstu bók sinni, konseptljóðabókinni Find Holger Danske, sem kom út árið 2006 og hlaut verðlaun sem besta frumraun höfundar í Danmörku. Sjálfsævisögulegi ljóðabálkurinn Hún er reið – vitnisburður um þverþjóðlega ættleiðingu (HUN ER VRED – Et vidnesbyrd om transnational adoption) frá árinu 2014 vakti ennfremur mikla athygli og hafa brot úr þeirri bók birst í íslenskri þýðingu Hallgríms Helgasonar í tímaritinu Stínu og Eiríks Arnar Norðdahl á vefritinu Starafugli. Langvad hefur einnig lagt stund á þýðingar og ritstýrt bókmenntatímaritinu Banana Split.