Lone Theils

Lone Theils starfaði sem blaðamaður áður en hún gaf út sína fyrstu skáldsögu Stúlkurnar á Englandsferjunni árið 2015. Bókin sló í gegn og hefur nú verið þýdd á meira en 15 tungumál. Stúlkurnar á Englandsferjunni kom út á íslensku hjá bókaforlaginu Uglu í þýðingu Þórdísar Bachman og segir frá danska blaðamanninum Nóra Sand sem finnur ljósmynd af tveimur stúlkum í gamalli ferðatösku. Fljótlega kemur í ljós að myndin tengist hvarfi tveggja danskra stúlkna á leið til Englands árið 1985. Den blå digters kone er önnur bókin í seríunni um Nóru Sand, hún kom út í Danmörku á þessu ári.