Lilja Sigurðardóttir, rithöfundur og leikskáld

Lilja Sigurðardóttir

Lilja Sigurðardóttir

Rithöfundurinn og leikskáldið Lilja Sigurðardóttir fæddist árið 1972. Fyrsta skáldsagan sem Lilja sendi frá sér var glæpasagan Spor sem kom út hjá Bjarti árið 2009. Bókin hlaut lofsamlega dóma gagnrýnenda;

“Spor er fyrsta saga Lilju Sigurðardóttur og skemmst er frá því að segja að ferillinn byrjar vel …  Textinn er lipur og rennur vel áfram og höfundi tekst að búa til spennu; sem er jú aðalkrafan gagnvart spennusögum … Spennandi saga sem gengur upp.”
– Kolbeinn Óttarsson Proppé, Fréttablaðið

SporÚtgáfuréttur bókarinnar var seldur til þýska risaforlagsins Rowohlt.
Lilja sendi frá sér sína aðra bók ári seinna, 2010, glæpasöguna Fyrirgefning.

FyrirgefningLeiksýningin Stóru Börnin sem sýnd var í Tjarnabíói í leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar veturinn 2013 – 2014 var frumraun Lilju sem leikskáld. Sýningin sem sett var upp af leikfélaginu Lab Loka sló vægast sagt í gegn og hlaut Grímuverðlaunin fyrir leikrit ársins 2014.

Lesendur bíða spenntir eftir næstu bók Lilju, Gildran sem kemur út hjá Forlaginu í október 2015.
Franska útgáfufélagið Métailié hefur nú þegar keypt réttinn á bókinni en Métailié gefur einnig út verk eftir Árna Þórarinsson og Arnald Indriðason.
Bókin Gildran er fyrsta bókin í spennandi þríleik.

Hér má sjá tengil inn á heimasíðu Lilju þar sem finna má nánari upplýsingar um verk hennar og stafsferil: www.liljawriter.com.

Pallborðsumræður: Glæpasögur á síðkvöldi