Lestími til stefnu

Nú eru 17 dagar þar til Bókmenntahátíð hefst þann 7. september. Það er kjörið að nýta þennan tíma til að kynna sér gesti hátíðarinnar og lesa bækur þeirra.

Eflaust er hægt að nálgast flesta titla í Eymundsson, Iðu, Bóksölu stúdenta og fleiri bókabúðum. Fyrir þá sem kjósa bókasafnið er hægt að leita eftir nafni höfundar eða titli bókar á vefsíðunni www.gegnir.is. Inni á Gegni er hægt að sjá nákvæmlega hvaða bækur eru aðgengilegar og á hvaða safni, einnig er hægt að panta bækur. Á sumum söfnum eru líka bækur höfundanna á frummálinu, fyrir þá sem lesa fleiri tungumál, því ekki hafa allir höfundarnir verið þýddir á íslensku.

Yfirvofandi haust kallar á sófasetu með góða bók í hönd!