Lena Andersson, rýnir í ástina

Lena Andersson er sænskur rithöfundur og dálkahöfundur hjá Dagens Nyheter sem er eitt stærsta morgunblað Svíþjóðar. Hún er afkastamikill rithöfundur sem hefur gefið út tíu bækur frá árinu 1999. Í fyrra gaf Bjartur út bókina Í leyfisleysi (Egenmäktigt förfarande) sem þýdd er af Þórdísi Gísladóttur.

Lena Andersson

Lena Andersson (photo by Ulla Montan)

Þar kynnist aðalpersónan Ester Nilsson listamanninum Hugo Rask sem kúvendir lífi hennar. Bókin vakti gríðarlega athygli og margir veltu fyrir sér hver væri fyrirmynd sögupersónunnar Hugo Rask.
Lena skrifar um ástina og er mjög upptekin af öllum tilbrigðum hennar, ástarsorginni, hvernig það er að vera ástfanginn og að upplifa óendurgoldna ást. Bókin skilur lesandann eftir með hugann við mátt ástarinnar og hversu langt maðurinn er gjarnan tilbúinn að ganga fyrir hana.

BJ IAÁrið 2013 hlaut bókin bæði Bókmenntaverðlaun sænska dagblaðsins Svenska Dagbladet og sænsku August – verðlaunin.

„…Þessi makalausa ástarsaga er ekki laus við íroníu og er býsna grimm á köflum en undirliggjandi er samúð með þeim sem láta blekkast af tálvonum ástarinnar og elska of mikið.“
– Steinunn Inga Óttarsdóttir, bókmenntafræðingur.


„Fólk sem er ástfangið, hefur verið ástfangið eða hefur í hyggju að verða ástfangið á að lesa þessa bók.“

– Tara Moshizi, Go kväll.

Pallborðsumræður: Sannar sögur og falsaðar