Kristín Ómarsdóttir, rithöfundur, leikskáld og myndlistakona

IMG_1457

Kristín Ómarsdóttir

Kristín Ómarsdóttir fæddist árið 1962. Hún lagði stund á nám í íslensku, almennri bókmenntafræði og spænsku við Háskóla Íslands. Kristín sendi frá sér sína fyrstu bók, Draumar á hvolfi árið 1987 en síðan þá hefur hún sent frá sér á þriðja tug bóka. Kristín er bæði ljóðskáld, rithöfundur og leikritahöfundur. Skáldsagan Dyrnar þröngu var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, sömuleiðis skáldsagan Elskan mín ég dey frá árinu 1999. Sú bók var einnig tilnefnd 002-175x278til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Elskan mín ég dey er óvenjuleg fjölskyldusaga sem gerist í íslensku sjávarþorpi. Frásögnin í bókinni er ljóðræn en um leið hnyttin og persónuleg. Fyrir ljóðabókina Sjáðu fegurð þína hlaut Kristín Fjöruverðlaunin árið 2008.

Leikritið Ástarsaga 3 var tilnefnt til Norrænu leikskáldaverðlaunanna 1998. Árið 2005 hlaut Kristín hún Grímuverðlaunin, sem leikskáld ársins, fyrir leikritið Segðu mér allt. Kristín hefur einnig unnið að myndlist, sýnt teikningar sínar og tekið þátt í sýningum þar sem hún hefur unnið með ólík form: myndbönd og skúlptúra. Kristín hefur einnig unnið með öðrum listamönnum, svo sem ljósmyndaranum Nönnu Bisp Büchert en saman gerðu þær bókina Sérstakur dagur þar sem ljósmyndir og ljóð vinna saman. Eins gerði Kristín myndbandsverkið The Secret Life of Icelanders í samvinnu við Harald Jónsson, skáld og myndlistarmann.

Milla-175x272Bækur eftir Kristínu hafa verið þýddar á sænsku, frönsku og finnsku og ljóð hennar hafa birst í erlendum safnritum. Kristín var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2012 fyrir bók sína Milla. Bókin fékk lofsamlega dóma lesenda og gagnrýnenda;

„…full af undrum … tónn munúðar og mýktar gegnsýrir allan textann … Sem fyrr er Kristín ákaflega fundvís á augnablik, myndir og hugmyndir …“
Úlfhildur Dagsdóttir / bokmennir.is

Nýjasta bók Kristínar, Flækingurinn  kom út á þessu ári. Um bókina segir á Flaekingurinn-175x275vef Forlagsins:

„Hrafn er mállaus piltur sem flækist um götur Reykjavíkur. Hann á hvergi heima og lifir á jaðri samfélagsins. Sú veröld sem hann hrærist í er harðneskjuleg og á stundum mörkuð ofbeldi og vímu, en þar dafnar líka einlæg vinátta og allt í kringum hann er blóðheitt fólk og sterkar tilfinningar: harmur, blíða, ást …
Flækingurinn er frásögn Hrafns af lífi sínu einn snjóþungan örlagavetur. Þetta er fjörlega skrifuð átakasaga; skörp og knýjandi greining á samfélagi, fólki og samböndum – saga sem kemur okkur við.“

Pallborðsumræður: Vilborg Dagbjartsdóttir í samtali við Kristínu Ómarsdóttur