Hin finnska Katja Kettu er ný og spennandi rödd innan finnskra bókmennta. Hún er fædd árið 1978 og er, ásamt því að vera rithöfundur, söngkona í pönkhljómsveitinni Confusa og leikstjóri teiknimynda.

katjakettu_new

Katja Kettu

Þrjár skáldsögur og eitt smásagnasafn hefur komið út eftir Kettu. Nýjasta skáldsagan er frá árinu 2011 og heitir Ljósmóðirinn. Bókin var mest lesna skáldsagan í Finnlandi árið sem hún kom út og vann til fjölda verðlauna. Hún hefur komið út á nokkrum tungumálum og er væntanleg í íslenskri þýðingu Sigurðar Karlssonar hjá Forlaginu í hausti. Bókin verður kvikmynduð og er frumsýning áætluð í haust líka.

Í Ljósmóðurinni er sögusviðið norðurhluti Finnlands undir lok seinni heimsstyrjaldar, í Lapplandsstríðunum svokölluðu. Ástandið á svæðinu er brothætt og engum treystandi. Líf ljósmóður í smábænum Petsamo tekur stakkaskiptum árið 1944 þegar hún verður yfir sig ástfangin af SS foringja og fylgir honum eftir.

Hér kveður við nýjan tón í finnskum bókmenntum og þykir Kettu takast einstaklega vel til. Hér skynja lesendur bæði hrylling og ljóðrænu í lýsingum á efni sem farið hefur heldur hljótt í finnskum bókmenntum hingað til; stríðsbrúðir og stríðsbörn túndrunnar.

Pallborðsumræður: Hlutverk fortíðar í nútímaskáldskap