Jón Kalman Stefánsson

Jón Kalman Stefánsson

Jón Kalman Stefánsson er fæddur í Reykjavík 1963 og hefur á undanförnum árum skapað einstakan og hrífandi skáldskaparheim með flokki skáldsagna og smásagna sem sem tengjast hver annarri með margvíslegum hætti. Tvær þessara bóka, Sumarið bakvið brekkuna og Ýmislegt um risafurur og tímann hlutu tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, en Jón Kalman var einnig tilnefndur til þeirra verðlauna fyrir bækurnar Sumarljós, og svo kemur nóttin og Fiskarnir hafa enga fætur. Þá hlaut Jón hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2005 fyrir bókina Sumarljós, og svo kemur nóttin. Jón Kalman vakti einnig sérstaka athygli á alþjóðavettvangi með þríleiknum sem felur í sér skáldsögurnar Himnaríki og helvítiHarm englanna og Hjarta mannsins, en þessar bækur hafa hlotið frábæra dóma og unnið til fjölmargra verðlauna, auk þess sem erlent framleiðslufyrirtæki tryggði sér réttinn til þess að kvikmynda þær.

Meðal viðurkenninga Jóns Kalmans má auk þess nefna tilnefningu til alþjóðlegu Man Booker-verðlaunanna 2017, tilnefningu til IMPAC-bókmenntaverðlaunanna í Dublin 2015, tilnefningu til frönsku bókmenntaverðlaunanna Prix Pédicis 2015, LIRE-verðlaunin 2015 fyrir bestu erlendu skáldsöguna og Millepages-verðlaunin 2015.