Jólabókaflóð

Jólabækur hellast yfir lesendur þessa dagana: glænýjar íslenskar skáldsögur, ljóð íslenskra skálda, nýjar þýðingar á erlendum fagurbókmenntum, og þetta gúmmelaði kemur ekki bara í prentuðum bókum heldur líka á öðrum formum. Þessi bókajól verða kannski fyrstu rafbókajólin. Hér eru engar rafbækur sýnilegar

Hvað sem öðru líður verður nóg að lesa, hvort sem það er af pappír eða spjaldi. Bókmenntahátíð í Reykjavík á ofurlitla bókahillu í kompu vestur í bæ, úti á nesi einhvers staðar, og þar er stundum setið og lesið. Eða drukkið kaffi.