Hiromi Kawakami

Hiromi Kawakami

Hiromi Kawakami er einn vinsælasti samtíma höfundur Japans. Skáldsaga hennar Stjörnur yfir Tókýó kom út í Japan 2001 og hefur síðan vakið mikla alþjóðlega athygli. Hún kom út í íslenskri þýðingu Kristínar Jónsdóttur hjá Bjarti árið 2015. Verk Kawakami hafa verið þýdd á meira en tuttugu tungumál og fyrir þau hefur hún hlotið fjölda viðurkenninga, þar á meðal helstu bókmennta verðlaun Japans, Tanizaki verðlaunin.