Helle Helle, verðlaunahöfundur frá Danmörku

Helle Helle er einn af merkustu samtímahöfundum  Danmerkur. Hún skrifar bæði smásögur og skáldsögur og hafa verk hennar verið þýdd á fimmtán tungumál. Hún hefur verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og er tilnefnd í ár fyrir skáldsöguna “Hvis det er”.

Helle_Helle__foto_Sacha_Maric

Helle Helle (photo by Sacha Maric)

Í skrifum sínum segir Helle sögur af jaðrinum, bæði út frá landfræðilegu sjónarmiði og þjóðfélagslegu. Hún hefur næmt auga fyrir smáatriðum og í gegnum smáatriðin fá lesendur glögga mynd af sögupersónum og aðstæðum þeirra. Textinn er áreynslulaus og blátt áfram, athafnir sögupersóna eru hversdagslegar og yfirborðið gárast ekki mikið, en undir niðri glittir í þá glímu sem felst í því að vera manneskja og taka þátt í mannlegu samfélagi.

Helle Helle hefur gefið út smásagnasöfn og sex skáldsögur. Ein þeirra hefur komið út á ensku, “Dette burde skrives i nutid” (“This Should be Written in the Present Tense”) en enn sem komið er engin bóka Helle Helle fáanleg á íslensku.

Pallborðsumræður: Töfrar hversdagsleikans í bókmenntum