Hassan Blasim, kvikmyndaleikstjóri, ljóðskáld og rithöfundur

Hassan Blasim (mynd: Katja Bohm)

Hassan Blasim (mynd: Katja Bohm)

Hassan Blasim fæddist í Baghdad árið 1973. Hann er kvikmyndaleikstjóri, ljóðskáld og rithöfundur sem búsettur er í Finnandi. Blasim er einnig aðstoðarritstjóri arabísku bókmenntavefsíðunnar Iraqstory.

Hann kom til Finnlands sem flóttamaður árið 2004 ári eftir að stríðið í Írak hófst. Þekktasta kvikmyndin sem hann hefur leikstýrt er eflaust The Wounded Camera frá árinu 2000 sem tekin er upp á svæði Kúrda í Norður – Írak.

Blasim skrifar á arabísku og er höfundur margra þekkta rita en þar ber helst að nefna smásagnasafn hans The Madman of Freedom Square sem vakti mikla athygli árið 2010 og bók hans The Iraqi Christ sem þýdd var úr arabísku yfir á ensku af Jonathan Wright og gefin út af Comma Press árið 2013. Ári seinna, 2014 varð Blasim fyrsti rithöfundurinn sem skrifar á arabísku, til þess að vinna The Independent Foreign Fiction verðlaunin sem hann hlaut fyrir bók sína The Iraqi Christ. Sama ár gaf útgáfufyrirtækið Penguin US út bókina The Corpse Exhibition eftir Blasim. Sú bók sló í gegn og vann til fjölda verðlauna, meðal annars hlaut hún hin virtu The English Pen’s verðlaunin í flokki þýddra bóka.hassan-blasim-corpse-exhibition
The Corpse Exhibition fjallar um Íraksstríðið á raunverulegan hátt en þó með skáldlegu ívafi. Verk hans hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál víða um heim. Árið 2012 voru sögurnar hans gefnar út á arabísku en bannaðar í Jordan um leið og þær komu út, þrátt fyrir mikla ritskoðun.

Hér má sjá ummæli The Guardian um bókina The Corpse Exhibition ;

“The first major literary work about the Iraq War from an Iraqi perspective—by an explosive new voice hailed as “perhaps the best writer of Arabic fiction alive”
(The Guardian)

Bókin, Þúsund og einn hnífur eftir Blasim verður gefin út hjá Forlaginu í ágúst í þýðingu Sölva Björns Sigurðssonar.

Pallborðsumræður: Að heiman og heim