Han Kang

Han Kang

Han Kang er suður-kóreskur rithöfundur og ljóðskáld sem slegið hefur í gegn á alþjóðlegum grundvelli síðustu ár. Hún hlaut alþjóðlegu Man Booker-verðlaunin fyrir bók sína Grænmetisætan (The Vegeterian) árið 2015, fyrst Kóreumanna og er sú bók væntanleg til útgáfu hjá Bjarti í þýðingu Ingunnar Snædal. Frásagnarháttur Kang þykir bæði töfrandi og ísmeygilegur í senn. Hún hefur skrifað fjölda annarra bóka, er einnig tónlistarmaður og kennir ritlist við háskólann í Seoul.