Halldóra Kristín Thoroddsen, ljóðskáld og rithöfundur

Halldora Kristín

Halldóra Kristín Thoroddsen

Halldóra Kristín Thoroddsen fæddist árið 1950. Hún hefur sent frá sér þrjár ljóðabækur, tvö smásagnasöfn og eina nóvellu. Þá hefur hún kennt börnum og einnig unnið fyrir sjónvarp og útvarp. Fyrsta ljóðabók hennar Stofuljóð kom út árið 1990. Ljóðabókina Hárfínar athugasemdir sendi Halldóra Kristín frá sér árið 1998. Árið 2002 kom út örsögusafnið 90 sýni úr minni mínu. Höfundur bókarinnar ávarpar lesandann í bókinni með orðunum:03444

“Líf okkar fer að miklum hluta fram í vitundinni, hún breytist dag frá degi, við fylgjumst spennt með og viðum að okkur öllu sem kynni að koma að gagni. Hér verður ekki greint frá þessu innra lífi, heldur athyglinni beint að hversdagslegum atburðum sem ég get vitnað um.”
Bókin 90 sýni úr minni mínu vakti mikla athygli og ánægju lesenda.
3989-4001-175x266
Nýjasta ljóðabók Halldóru Kristínar er frá árinu 2005 og ber titilinn Gangandi vegfarandi. Bókin var gefin út af Máli og menningu. Um bókina segir Halldóra Kristín:

„Þessi bók er um okkur frá sjónarhóli þessa vegfaranda sem er um leið einn af okkur hinum, flæktur í viðfangsefnið, svo þetta verður svolítið snúið. Hann er staddur í spurningamerkinu miðju…” 

Árið 2007 sendi Halldóra frá sér bókina Aukaverkanir. 

Í þriðja árgangi tímaritraðarinnar 1005 frá árinu 2015 má finna nóvellu eftir Halldóru Kristínu sem ber nafnið Tvöfalt gler. Sagan er um gamla konu sem horfir á heiminn í gegnum tvöfalt gler.

Pallborðsumræður: Listin að segja stórar sögur í fáum orðum