Gömul kona í bílskúr

Þýska kápanKonan við 1000° er titillinn á nýjustu bók Hallgríms Helgasonar sem væntanleg er í haust hjá JPV. Bókin fjallar um gamla konu sem liggur fyrir dauðanum, og býr í bílskúr í Reykjavík ásamt einni fartölvu og handsprengju úr seinna stríði. Hún kemur einnig út í Þýskalandi í haust þar sem hún ber heitið Eine Frau bei 1000°.

Síðasta skáldsaga Hallgríms, 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp, kom út árið 2008 og því er kærkomið að fá nýja skáldsögu núna. Árið 2009 gaf Hallgrímur þó út sína fyrstu barnabók sem heitir Konan sem kyssti of mikið: ástarsaga fyrir börn. Sú bók er jafnframt myndskreytt af höfundi. Eiga konan við 1000°og sú sem kyssti of mikið eitthvað sameiginlegt? Það er ólíklegt en kemur í ljós í haust.

Í október heldur Hallgrímur í upplestrarferð til Þýskalands. Hér má sjá dagskrá ferðarinnar á vef þýska útgefandans Klett-Cotta: http://klett-cotta.de/nachricht/Lesereise_von_Hallgr%C3%ADmur_Helgason_-_Aktuelle_Termine_im_Oktober_2011/16505

Hallgrímur mætir á Bókmenntahátíð og verður með upplestur í Iðnó mánudaginn 7. september.