Gælur og skrælur

Kristín Svava Tómasdóttir hefur sent frá sér tvær ljóðabækur. Fyrsta bók hennar Blótgælur kom út árið 2007 og vöktu þróttmikil ljóð bókarinnar verðskuldaða athygli. Nýjasta bókin Skrælingjasýningin kom út hjá Bjarti fyrr á þessu ári.

Hér les Kristín Svava ljóðið Mallorca úr Blótgælum í Kiljunni.

Árið 2008 gaf Tómas R. Einarsson út geisladiskinn Trúnó en þar semur hann lög við tvö af ljóðum dóttur sinnar. Hér má sjá flutning Ragnheiðar Gröndal á laginu Klof vega menn.

Kristín Svava mun lesa upp í Iðnó fimmtudagskvöldið 8. september.