Íslenskir höfundar 2015

Andri Snær Magnason, rithöfundur og ljóðskáld

Andri Snær Magnason

Andri Snær Magnason

Andri Snær Magnason fæddist árið 1973. Hann útskrifaðist frá Íslenskudeild Háskóla Íslands árið 1997. Andri Snær hefur gefið út fjölmörg rit en þar ber helst að nefna ljóðabækur, smásögur, skáldsögur og barnabækur.
Barnabókin Sagan af bláa hnettinum sló í gegn árið 1999. Bókin hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1999 í flokki fagurbókmennta, fyrst barnabóka. Þá hefur Sagan af bláa hnettinum verið þýdd yfir á fjölmörg tungumál og sett hafa verið upp leikrit sem byggð eru á bókinni víða um heim. Sagan af bláa hnettinum hefur hlotið blai-island-175x214alþjóðleg verðlaun og viðurkenningar, þar ber helst að nefna Janusz Korczak heiðursverðlaunin árið 2000, Vestnorrænu barnabókaverðlaunin árið 2002 og The Green Earth heiðursverðlaunin árið 2013. Þá hlaut bókin einnig The UKLA book verðlaunin í Bretlandi árið 2014.

Andri Snær hefur einnig fengist við leikritun en leikrit hans og Þorleifs Arnarssonar, Eilíf hamingja var frumsýnt í Borgarleikhúsinu árið 2007 við góðar undirtektir leikhúsgesta.
Árið 2002 sendi Andri Snær frá sér skáldsöguna Love Star. Líkt og fyrri rit Andra Snæs hlaut bókin frábæra dóma lesenda og hlaut Menningarverðlaun DV í bókmenntum árið 2003. Þá var bókin einnig tilnefnd til Philip K. Dick verðlaunanna árið 2013.

4451-4001-175x223Árið 2006 sendi Andri snær frá sér bókina Draumalandið: Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð. Bókin fékk lofsamlega dóma og hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin. Andri Snær er virkur náttúruverndarsinni og kemur Draumalandið meðal annars inn á þau málefni. Andri Snær leikstýrði heimildarmynd ásamt Þorfinni Guðnasyni sem byggir á bókinni. Myndin var frumsýnd vorið 2009 .

Nýjasta bók Andra Snæs, Tímakistan kom út árið 2013 hjá Máli og menningu. Bókin hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2013 og Bóksalaverðlaunin sama ár. Bókin var einnig tilnefnd frá Íslandi til barnabókaverðlauna Norðurlandaráðs og hlaut Vestnorrænu Barnabókaverðlaunin.

Hér má sjá nánari upplýsingar um feril og ritverk Andra Snæs.

Pallborðsumræður: Umhverfið, framtíðin og framtíð skáldskaparinsBergsveinn Birgisson, sérfræðingur í norrænum miðaldabókmenntum, skáld og rithöfundur

Bergsveinn Birgisson

Bergsveinn Birgisson

Bergsveinn Birgisson fæddist árið 1971. Fyrsta ljóðabók hans, Íslendingurinn kom út árið 1992. Ljóðabókin Innrás iljanna eftir Bergsvein kom síðan út árið 1997 undir merkjum NYKURS. Bergsveinn steig fram með sína fyrstu skáldsögu  Landslag er aldrei asnalegt árið 2003 sem gefin var út hjá Bjarti.  Sú bók var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Árið 2009 sendi Bergsveinn frá sér skáldfræðisöguna  Handbók um hugarfar kúa. Svar við bréfi Helgu

Ári síðar sendi Bergsveinn frá sér skáldsöguna og metsölubókina Svar við bréfi Helgu. Sú bók hlaut mikið lof gagnrýnenda og var einnig tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2010 ásamt því að vera valin besta skáldsaga ársins að mati bóksala. Þá var Bergsveinn einnig tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs af hálfu Íslands fyrir skáldsögu sína Svar við Bréfi Helgu. Bókin var gefin út í Þýskalandi árið 2011 í þýðingu Angelu Schamberger.

Borgarleikhúsið sýndi leikritið Svar við bréfi Helgu árið 2012 sem byggt var á metsölubók Bergsveins. Leikstjóri sýningarinnar var Kristín Eysteinsdóttir. Leikritið fékk góðar undirtektir áhorfenda.
Hér má sjá YouTube-vídeó frá Borgarleikhúsinu með kynningu á leiksýningunni: https://www.youtube.com/watch?v=ThllNBQdmNY

Bergsveinn er búsettur í Noregi þar sem hann hefur stundað kennslu á háskólastigi í norrænum miðaldabókmenntum. Doktorsritgerðin hans fjallaði um dróttkvæði og miðlun þeirra.
Þrátt fyrir að vera búsettur í Noregi hefur yrkisefni Bergsveins verið íslenskt hingað til. Hér má sjá skemmtilegt viðtal við Bergsvein:
http://www.pressan.is/Menningarpressan/Lesa_Bokmenntir/fordast-ad-framleida-eins-og-mjolkurku---bergsveinn-birgisson-rithofundir-i-vidtali

Pallborðsumræður: Hlutverk fortíðar í nútímaskáldskapEmil Hjörvar Petersen, rithöfundur, ljóðskáld og bókmenntafræðingur

Ljósmyndari: Erlendur Jónsson

Emil Hjörvar Petersen - Ljósmyndari: Erlendur Jónsson

Emil Hjörvar Petersen fæddist árið 1984. Hann hefur lokið námi í bókmenntafræði og íslensku frá Háskóla Íslands og er með mastersgráðu í hagnýtri ritstjórn og útgáfu frá sama skóla. Þá hefur hann einnig lokið mastersnámi í bókmennta- og menningarfræði frá Lundarháskóla í Svíþjóð.
Emil Hjörvar hefur ort fjölmörg ljóð og meðal annars gefið út ljóðabækurnar Gárungagap árið 2007 og Refur árið Refur_kápumynd-1-175x2712008. Ljóðabókin Refur kom nýverið út í Úkraínu hjá forlaginu Krok Publishers. Emil Hjörvar var nýverið gestur alþjóðlegu bókmenntahátíðarinnar í Lviv þar sem hann fylgdi bók sinni eftir. Nýjasta ljóðabók hans, Ætar kökuskreytingar kom út hjá Meðgönguljóðum árið 2014.

Árið 2010 sló Emil Hjörvar í gegn með skáldsögunni Höður og Baldur sem er fyrsta bókin í þríleiknum Saga eftirlifenda. Um bókina segir á vef Forlagsins :

„Höður og Baldur er fyrsta bókin í skáldsagnaþríleiknum Saga eftirlifenda. Þessi stórbrotna saga segir frá ásunum sem lifðu af Ragnarök og baráttu þeirra við að ná tökum á heiminum á ný. Atburðarásin er í senn spennandi, skopleg og ádeilukennd. Emil Hjörvar Petersen er frumkvöðull á sviði furðusagna hér á landi. Hann leggur ríka áherslu á frásagnarlistina, en Saga eftirlifenda er sannfærandi og frumleg frásögn sem sver sig í ætt við borgarfantasíur og heimsendabókmenntir.“

Önnur bókin í þríleiknum, Heljarþröm kom út árið 2012 og sú þriðja Níðhöggur árið saga-eftirlifenda-níðhöggur-175x2512014. Þríleikurinn kom út hjá útgáfu- og skáldafélaginu Nykri. Bækurnar hafa notið mikilla vinsælda og hlotið góðar undirtektir lesenda. Í júní síðastliðinn flutti Emil Hjörvar fræðifyrirlestur á samnorrænu ráðstefnunni Archipelacon á Álandseyjum þar sem fjallað var um fantasíur og vísindaskáldskap. Þar kom hann einnig fram sem furðusagnahöfundur og kynnti þríleik sinn Saga eftirlifenda.
Þess má til gamans geta að heiðursgestur ráðstefnunnar er George R. R. Martin, höfundur A Song of Ice & Fire sem sjónvarpsþættirnir vinsælu, Game of Thrones eru byggðir á. Undanfarin ár hefur Emil Hjörvar flutt erindi á allmörgum ráðstefnum erlendis.

Emil Hjörvar vann einnig í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO árið 2014 að verkefninu Furður í Reykjavík þar sem boðið var upp á ritsmiðjur og fyrirlestraröð um furðusögur. Emil Hjörvar skilaði nýverið frá sér handriti að námsbók og kennsluleiðbeiningum til Námsgagnastofnunar. Bókin heitir Töfraskinna og var unnin í samstarfi við Hörpu Jónsdóttur. Í bókinni eru bókmenntir fyrir miðstig grunnskóla, með áherslu á fantasíur og vísindaskáldskap.

Hér má sjá skemmtilegt viðtal við Emil Hjörvar.

Á heimasíðu Emils Hjörvars má lesa nánar starfsferil hans og ritverk.

Pallborðsumræður: Íslenskar bókmenntir sem innblástur

 Halldóra Kristín Thoroddsen, ljóðskáld og rithöfundur

Halldora Kristín

Halldóra Kristín Thoroddsen

Halldóra Kristín Thoroddsen fæddist árið 1950. Hún hefur sent frá sér þrjár ljóðabækur, tvö smásagnasöfn og eina nóvellu. Þá hefur hún kennt börnum og einnig unnið fyrir sjónvarp og útvarp. Fyrsta ljóðabók hennar Stofuljóð kom út árið 1990. Ljóðabókina Hárfínar athugasemdir sendi Halldóra Kristín frá sér árið 1998. Árið 2002 kom út örsögusafnið 90 sýni úr minni mínu. Höfundur bókarinnar ávarpar lesandann í bókinni með orðunum:03444

"Líf okkar fer að miklum hluta fram í vitundinni, hún breytist dag frá degi, við fylgjumst spennt með og viðum að okkur öllu sem kynni að koma að gagni. Hér verður ekki greint frá þessu innra lífi, heldur athyglinni beint að hversdagslegum atburðum sem ég get vitnað um."
Bókin 90 sýni úr minni mínu vakti mikla athygli og ánægju lesenda.
3989-4001-175x266
Nýjasta ljóðabók Halldóru Kristínar er frá árinu 2005 og ber titilinn Gangandi vegfarandi. Bókin var gefin út af Máli og menningu. Um bókina segir Halldóra Kristín:

„Þessi bók er um okkur frá sjónarhóli þessa vegfaranda sem er um leið einn af okkur hinum, flæktur í viðfangsefnið, svo þetta verður svolítið snúið. Hann er staddur í spurningamerkinu miðju..." 

Árið 2007 sendi Halldóra frá sér bókina Aukaverkanir. 

Í þriðja árgangi tímaritraðarinnar 1005 frá árinu 2015 má finna nóvellu eftir Halldóru Kristínu sem ber nafnið Tvöfalt gler. Sagan er um gamla konu sem horfir á heiminn í gegnum tvöfalt gler.

Pallborðsumræður: Listin að segja stórar sögur í fáum orðumJón Gnarr, rithöfundur, leikari og fyrrum borgarstjóri Reykjavíkur

Jón Gnarr

Jón Gnarr fæddist árið 1967. Hann er rithöfundur, leikari og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur (2010 – 2014) fyrir hönd Besta flokksins. Þá hefur hann einnig skrifað efni fyrir sjónvarp og útvarp.
Flestir Íslendingar þekkja útvarpsþáttinn Tvíhöfða. Þættinum stjórna tvíeykið Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson. Þátturinn lifði góðu lífi í fjöldamörg ár en tók sér svo langt hlé. Á þessu ári, 2015 hóf hlaðvarp Kjarnans að senda út þáttinn aftur en þar koma þeir félagar saman vikulega.
Jón varð síðan hluti af einum vinsælasta grínhóp síðari ára – Fóstbræðrum. Fóstbræður voru á dagskrá Stöðvar tvö frá árunum 1997 – 2000. Alls komu út fimm seríur af þáttunum. Jón sló aftur í gegn nokkrum árum síðar með sjónvarpsþáttunum Næturvaktin (2007), Dagvaktin(2008) og Fangavaktin(2009). Þar fór Jón með aðalhlutverkið í þáttunum sem Georg Bjarnfreðarson. Fyrir túlkun sína á honum hlaut hann Edduverðlaunin árið 2010. Jón hefur fengið á annan tug Edduverðlauna á ferli sínum bæði sem handritshöfundur, framleiðandi og leikari.

Jón sendi frá sér skáldsöguna Miðnætursólborgin árið 1989 og Plebbabókina árið 2002. Árið 2006 sendi Jón frá sér skálduðu ævisöguna Indjáninn. Indjaninn-175x288
Í bókinni segir: „Fæðing mín er annað reiðarslag fyrir fjölskylduna. Að vísu er ég ekki þroskaheftur. Það er léttir. En eftir fæðinguna blasir önnur hryllileg staðreynd við: Ég er rauðhærður. Það hefði ekki getað verið meira áfall þótt ég hefði verið svartur.“
Bókin er byggð á æskuminningum Jóns og vakti hún mikla athygli lesenda og gagnrýnenda. Árið 2012 kom út sjálfstætt framhald Indjánans sem ber nafnið Sjóræninginn. Þar er umfjöllunarefnið það sama en í bókinni skrifar Jón um líf sitt að loknum grunnskóla og fram á fullorðinsár. Indjáninn og Sjóræninginn hafa báðar verið þýddar á ensku og þýsku og hlotið góðar viðtökur. Þriðja bókin í seríunni, Útlaginn, mun koma út haustið 2015.

{76B75FD8-48C3-4503-9D1C-D0F85F4060A4}Img100Jón gaf einnig út bókina Gnarr: How I Became the Mayor of a Large City in Iceland and Changed the World árið 2014 hjá bandaríska forlaginu Melville House. Sú bók vakti heimsathygli.
Á dögunum var Jón ráðinn ritstjóri innlendrar dagskrár hjá 365 miðlum.

Hér má sjá viðtal við Jón Gnarr sem birtist á heimasíðu fréttamiðilsins The Guardian.

Pallborðsumræður: Sannar sögur og falsaðarKristín Ómarsdóttir, rithöfundur, leikskáld og myndlistakona

IMG_1457

Kristín Ómarsdóttir

Kristín Ómarsdóttir fæddist árið 1962. Hún lagði stund á nám í íslensku, almennri bókmenntafræði og spænsku við Háskóla Íslands. Kristín sendi frá sér sína fyrstu bók, Draumar á hvolfi árið 1987 en síðan þá hefur hún sent frá sér á þriðja tug bóka. Kristín er bæði ljóðskáld, rithöfundur og leikritahöfundur. Skáldsagan Dyrnar þröngu var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, sömuleiðis skáldsagan Elskan mín ég dey frá árinu 1999. Sú bók var einnig tilnefnd 002-175x278til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Elskan mín ég dey er óvenjuleg fjölskyldusaga sem gerist í íslensku sjávarþorpi. Frásögnin í bókinni er ljóðræn en um leið hnyttin og persónuleg. Fyrir ljóðabókina Sjáðu fegurð þína hlaut Kristín Fjöruverðlaunin árið 2008.

Leikritið Ástarsaga 3 var tilnefnt til Norrænu leikskáldaverðlaunanna 1998. Árið 2005 hlaut Kristín hún Grímuverðlaunin, sem leikskáld ársins, fyrir leikritið Segðu mér allt. Kristín hefur einnig unnið að myndlist, sýnt teikningar sínar og tekið þátt í sýningum þar sem hún hefur unnið með ólík form: myndbönd og skúlptúra. Kristín hefur einnig unnið með öðrum listamönnum, svo sem ljósmyndaranum Nönnu Bisp Büchert en saman gerðu þær bókina Sérstakur dagur þar sem ljósmyndir og ljóð vinna saman. Eins gerði Kristín myndbandsverkið The Secret Life of Icelanders í samvinnu við Harald Jónsson, skáld og myndlistarmann.

Milla-175x272Bækur eftir Kristínu hafa verið þýddar á sænsku, frönsku og finnsku og ljóð hennar hafa birst í erlendum safnritum. Kristín var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2012 fyrir bók sína Milla. Bókin fékk lofsamlega dóma lesenda og gagnrýnenda;

„…full af undrum … tónn munúðar og mýktar gegnsýrir allan textann … Sem fyrr er Kristín ákaflega fundvís á augnablik, myndir og hugmyndir …“
Úlfhildur Dagsdóttir / bokmennir.is

Nýjasta bók Kristínar, Flækingurinn  kom út á þessu ári. Um bókina segir á Flaekingurinn-175x275vef Forlagsins:

„Hrafn er mállaus piltur sem flækist um götur Reykjavíkur. Hann á hvergi heima og lifir á jaðri samfélagsins. Sú veröld sem hann hrærist í er harðneskjuleg og á stundum mörkuð ofbeldi og vímu, en þar dafnar líka einlæg vinátta og allt í kringum hann er blóðheitt fólk og sterkar tilfinningar: harmur, blíða, ást …
Flækingurinn er frásögn Hrafns af lífi sínu einn snjóþungan örlagavetur. Þetta er fjörlega skrifuð átakasaga; skörp og knýjandi greining á samfélagi, fólki og samböndum – saga sem kemur okkur við.“

Pallborðsumræður: Vilborg Dagbjartsdóttir í samtali við Kristínu ÓmarsdótturLilja Sigurðardóttir, rithöfundur og leikskáld

Lilja Sigurðardóttir

Lilja Sigurðardóttir

Rithöfundurinn og leikskáldið Lilja Sigurðardóttir fæddist árið 1972. Fyrsta skáldsagan sem Lilja sendi frá sér var glæpasagan Spor sem kom út hjá Bjarti árið 2009. Bókin hlaut lofsamlega dóma gagnrýnenda;

"Spor er fyrsta saga Lilju Sigurðardóttur og skemmst er frá því að segja að ferillinn byrjar vel ...  Textinn er lipur og rennur vel áfram og höfundi tekst að búa til spennu; sem er jú aðalkrafan gagnvart spennusögum ... Spennandi saga sem gengur upp."
- Kolbeinn Óttarsson Proppé, Fréttablaðið

SporÚtgáfuréttur bókarinnar var seldur til þýska risaforlagsins Rowohlt.
Lilja sendi frá sér sína aðra bók ári seinna, 2010, glæpasöguna Fyrirgefning.

FyrirgefningLeiksýningin Stóru Börnin sem sýnd var í Tjarnabíói í leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar veturinn 2013 – 2014 var frumraun Lilju sem leikskáld. Sýningin sem sett var upp af leikfélaginu Lab Loka sló vægast sagt í gegn og hlaut Grímuverðlaunin fyrir leikrit ársins 2014.

Lesendur bíða spenntir eftir næstu bók Lilju, Gildran sem kemur út hjá Forlaginu í október 2015.
Franska útgáfufélagið Métailié hefur nú þegar keypt réttinn á bókinni en Métailié gefur einnig út verk eftir Árna Þórarinsson og Arnald Indriðason.
Bókin Gildran er fyrsta bókin í spennandi þríleik.

Hér má sjá tengil inn á heimasíðu Lilju þar sem finna má nánari upplýsingar um verk hennar og stafsferil: www.liljawriter.com.

Pallborðsumræður: Glæpasögur á síðkvöldiNanna Rögnvaldardóttir, iðinn matreiðslubókahöfundur og þýðandi

NannaRognvaldardottir2015JPVlit

Nanna Rögnvaldardóttir

Nanna Rögnvaldardóttir fæddist árið 1957. Hún er mikil áhugamanneskja um matargerð og hefur gefið út fjölmargar matreiðslubækur sem miðla bæði fróðleik um mat og sögu matar ásamt gómsætum uppskriftum. Nanna byrjaði ung að safna matreiðslubókum og á í dag yfir 2200 bækur um mat og matargerð frá ýmsum heimshornum.
Meðal þekktra matreiðslubóka sem Nanna hefur sent frá sér er Matreiðslubók Nönnu frá árinu 2001 sem inniheldur 3.600 uppskriftir og fyrirfinnst víða í íslenskum eldhúsum og stórvirkið Matarást frá árinu 1998. Sú bók var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, hlaut viðurkenningu Hagþenkis og viðurkenningu bókasafnsfræðinga sem besta uppflettiritið.  887164_10152451112679810_6584085899340440370_o-1
Meðal annarra verka eftir Nönnu er bókin Lambakjöt frá árinu 2005 sem gefin var út af Gestgjafanum, Jólahefðir sem kom út sama ár hjá Nóatúni, Af bestu lyst 3. sem kom út árið 2008 sem hluti af safninu Af bestu lyst 1 – 3, Maturinn hennar Nönnu frá árinu 2009, Smáréttir Nönnu frá 2010, Jólamatur Nönnu frá 2011, Múffur í hvert mál frá árinu 2012, Kjúklingaréttir Nönnu frá 2013, Ömmumatur Nönnu sem kom út árið 2015 og bókin Sætmeti án sykurs og sætuefna sem einnig kom út á þessu ári.
doesNanna hefur einnig skrifað bækur á ensku sem fjalla um íslenska matargerð. Þar ber helst að nefna bókina Icelandic Food and Cookery frá 2002 sem gefin var út aftur í endurbættri útgáfu árið 2014, Cool Cuisine frá 2004, Cool Dishes sem kom út sama ár, 2004 og bókin Does anyone actually eat this? Sem er kver um íslenska sérrétti og kom út árið 2014.
Þá hefur Nanna einnig þýtt erlendar matreiðslubækur yfir á íslensku.

Nanna hefur skrifað fjölda greina um mat og matreiðslu í blöð og tímarit og haldið erindi á ráðstefnum um sérgrein sína. Hún heldur uppi glæsilegri vefsíðu þar sem finna má fjölda uppskrifta ásamt myndum. Þar má einnig finna nánari upplýsingar um ritstörf hennar og útgefnar bækur.

Pallborðsumræður: Matur í bókmenntum og bókmenntir um matOddný Eir Ævarsdóttir, ljóðskáld og rithöfundur


oddny-eir

Oddný Eir Ævarsdóttir

Oddný Eir Ævarsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1972. Hún vann í útvarpi samhliða námi á Íslandi, stundaði tungumálanám í Ungverjalandi en lauk meistaraprófi í stjórnmálaheimspeki frá Háskóla Íslands árið 2000. Að því námi loknu fór hún í doktorsnám í París þar sem hún lauk DEA-prófi frá Sorbonne-háskóla. Ritgerð hennar þar fjallaði um pólitíska þýðingu skjalasafnsins. Hún hélt doktorsnáminu áfram í EHESS-háskóla Parísarborgar en flutti síðan til New York. Oddný Eir hefur starfað um árabil á safnavettvangi og í myndlistarheiminum við rannsóknir, ritstjórn, kennslu, skriftir og sýningarstjórnun. Hún hefur unnið náið með móður sinni Guðrúnu Kristjánsdóttur myndlistarkonu og rak ásamt bróður sínum Ugga Ævarssyni fornleifafræðingi bókverkaútgáfuna Apaflösu og sýningarrými í New York. Þá hefur Oddný Eir verið virk í baráttu fyrir náttúruvernd í samvinnu við m.a. Björk.

Ljóðabókin Snjór piss hár eftir Oddnýju Eir kom út árið 2000 ásamt fjórum öðrum smábókum í öskju frá Apaflösu. Á sama tíma skrifaði Oddný kvikmyndahandrit um listamanninn Mugg með Kristínu Ómarsdóttur en handritið hlaut fyrstu verðlaun Kvikmyndasjóðs.
Árið 2004 sendi Oddný frá sér sína fyrstu skáldsögu Opnun kryppunnar. Bókin var tilraun með sjálfsævisöguformið og í framhaldinu hélt rannsóknin á því formi áfram. Jarðnæði_Framhlid-175x269Skáldsögurnar Heim til míns hjarta (2009) og Jarðnæði (2011) leika á mörkum sjálfsævisögu og skáldskapar. Þær hlutu báðar góðar viðtökur og dóma og Jarðnæði var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, hlaut Fjöruverðlaunin og Bókmenntaverðlaun Evrópu árið 2014. Jarðnæði kom út í færeyskri þýðingu árið 2015 og kemur út í enskri þýðingu í Bandaríkjunum á næsta ári. Prósabókin Slátur/slaughter sem Oddný Eir skrifaði í samvinnu við Ófeig Sigurðsson og Mathias Augustyniak kom út 2012 í París. Árið 2014 sendi Oddný Eir frá sér skáldsöguna Ástarmeistarinn: blindskák þar sem hún heldur áfram að gera tilraun með skáldsöguformið í ramma hinnar hefðbundnu ástarsögu. Bókin var tilnefnd til Rauðu fjaðrarinnar fyrir erótískar lýsingar. Blátt-blóð-175x291

Að vori 2015 kom út sjálfsævisöguleg bók Oddnýjar, esseyjan Blátt blóð: í leið að kátu sæði . Þar fjallar Oddný um persónulega reynslu sína af ófrjósemi og þeirri sterku þrá að eignast barn. Ameríski útgefandinn Amazon Crossing keypti útgáfurétt bókarinnar og gaf söguna út í raftímariti sínu Day One og í kjölfarið sem sjálfstæða rafbók.
Hér má sjá viðtal við Oddnýju þar sem hún fjallar um tilurð bókarinnar.

Í maí 2015 kom út nýjasta bók Oddnýjar, Fæðingarborgin sem hún vann ásamt föður sínum Ævari Kjartanssyni en í bókinni eru birt bréf á milli sona og mæðra, feðra og dætra. Áfram heldur því sjálfsævisöguleg rannsókn Oddnýjar Eirar.
Væntanleg er síðan ljóðabók Oddnýjar Eirar, nýstárlegt myndlistarbókverk og skáldsaga.

Pallborðsumræður: Sannar sögur og falsaðarÓfeigur Sigurðsson, ljóðskáld og rithöfundur

ÓS portrait

Ófeigur Sigurðsson

Ófeigur Sigurðsson fæddist árið 1975. Ófeigur er í framvarðarsveit ungra skálda á Íslandi sem hafa átt stóran þátt í að endurnýja ljóðformið með ýmsum hætti síðastliðin ár. Hann útskrifaðist úr heimspeki við Háskóla Íslands og hefur einnig starfað við útvarp.

Fyrsta bók Ófeigs var ljóðabókin Skál fyrir skammdeginu sem kom út hjá Nykri árið 2001. Tveimur árum síðar eða árið 2003 kom önnur ljóðabók hans Handlöngun út hjá Nýhil. Ófeigur er virkt ljóðskáld en þriðja ljóðabók hans, Roði kom út árið 2006. Tvær ljóðabækur komu úr smiðju Ófeigs árið 2008, bækurnar Tvítólaveislan og Provence í endursýningu.

Jon-175x271Árið 2005 sendi Ófeigur frá sér sína fyrstu skáldsögu, Áferð sem gefin var út hjá Bjarti. Sú bók hlaut mikið lof gagnrýnenda. Árið 2010 kom út hjá Máli og menningu önnur skáldsaga Ófeigs, Skáldsaga um Jón og hans rituðu bréf til barnshafandi konu sinnar þá hann dvaldi í helli yfir vetur og undirbjó komu hennar og nýrra tíma. Sú bók varð fyrst íslenskra skáldverka til að hreppa hin eftirsóttu Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins. 

Bókina Landvættir sendi Ófeigur frá sér haustið 2012. Bókin hlaut góðar viðtökur lesenda líkt og fyrri bækur Ófeigs.
Nýjasta bók hans, Öræfi kom út árið 2014. Sú bók hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin og verðlaun bóksala árið 2014.Oraefi_kilja_175 Um bókina segir Einar Falur Ingólfsson hjá Morgunblaðinu;

„Ný skáldsaga Ófeigs Sigurðssonar, Öræfi, er ævintýralegt ferðalag til móts við íslenska nátt- úru og menningu, sagnahefðina og þjóðarsálina … festir sig sessi sem einn markverðasti og frumlegasti höfundur samtímans … Ádeilan samfélagið og afstöðu Íslendinga til náttúrunnar og fram- tíðarinnar er afar sterk og ekki er annað hægt en að hrífast með þessu áhrifamikla ferðalagi inn heim orðanna …“

Hér má sjá skemmtilegt viðtal við Ófeig.

Hér má einnig sjá skemmtilega umfjöllun um rithöfundinn.

Pallborðsumræður: Hlutverk fortíðar í nútímaskáldskapÓskar Árni Óskarsson, ljóðskáld, rithöfundur og þýðandi

Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson

Óskar Árni Óskarsson - Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson

Óskar Árni Óskarsson fæddist árið 1950. Fyrsta ljóðabók hans, Handklæði í gluggakistunni kom út árið 1986 en síðan þá hefur Óskar Árni sent frá sér fjölmargar ljóðabækur. Óskar Árni ritstýrði og gaf út bókmenntatímaritið Ský sem kom út á árunum 1990 - 1994. Hann hefur einnig fengist mikið við þýðingar á ljóðum og skáldverkum. Meðal annars hefur Óskar Árni sent frá sér þrjár bækur með japönskum hækuþýðingum eftir skáldin Basho, Issa og Buson. Árið 2010 var hann tilnefndur til Íslensku þýðingaverðlaunanna fyrir bókina Kaffihús tregans eftir ameríska rithöfundinn Carson McCullers.
Einnig ber að nefna þýðingu Óskars Árna á bókinni Sendiferðin sem er eftir einn fremsta smásagnahöfund 20. aldar, Raymond Carver. Þá þýddi Óskar Árni einnig bókina Það sem við tölum um þegar við tölum um ást eftir Carver.

Óskar Árni er ötult smáprósaskáld og hefur markað sér stöðu sem eitt athyglisverðasta skáld íslenskra samtímabókmennta. Tvær örsögur hafa komið út hjá Bjarti úr smiðju Óskars Árna, Lakkrísgerðin frá árinu 2001 og Truflanir í vetrarbrautinni frá árinu 2004. Sama ár og sú síðari kom út hlaut Óskar Árni verðlaun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins fyrir ritstörf sín.

Árið 2008 sendi Óskar Árni frá sér ljóðrænu minningabókina Skuggamyndir úr ferðalagi sem gefin var út hjá Bjarti. Bókin fékk góðar móttökur lesenda og gagnrýnenda.
Á vef Forlagsins segir;Skuggamyndir-úr-ferðalagi-kilja

Ljóðskáld leggur land undir fót, ferðinni er heitið á vettvang liðinna atburða, til móts við horfinn tíma og gengnar kynslóðir. Smámyndir úr veruleikanum og fortíðinni raðast saman í áhrifamikla ferðasögu í tíma og rúmi, ljóðræna minningabók og ættarsögu í brotum.Aðfengnir textar og ríkulegt úrval ljósmynda í frjóu samspili við lesmálið víkka og dýpka frásögnina í þessu frumlega og fallega verki. Lifandi skáldskapur sem einkennist af næmi fyrir því smáa og stóra í mannlegri tilveru."

kudungasafnid-200Bókin Skuggamyndir úr ferðalagi var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2008. Hún kom einnig út í þýskri þýðingu árið 2011 hjá bókaforlaginu Transit.
Nýjustu bækur Óskars Árna eru ljóðabókin Þrjár hendur frá árinu 2010 og prósabókin Kuðungasafnið frá árinu 2012.

Hér má sjá umfjöllun Úlfhildar Dagsdóttur um bókina Kuðungasafnið.

Hér má einnig sjá skemmtilegt viðtal við Óskar Árna.

Pallborðsumræður: Töfrar hversdagsleikans í bókmenntumSteinunn Sigurðardóttir, rithöfundur og skáld

© David Ignaszewski-koboy

Steinunn Sigurðardóttir (photo by David Ignaszewski Koboy)

Steinunn Sigurðardóttir  lauk prófi í sálfræði og heimspeki frá University College Dublin árið 1972. Þá hafði hún þegar sent frá sér tvær ljóðabækur, Sífellur og Þar og þá, á tímum þegar konur voru fámennar í rithöfundastétt á Íslandi. Steinunn hefur verið óslitið við ritstörf síðan, en hún vann framan af við fréttamennsku fyrir útvarp, blaðamennsku og þáttagerð fyrir sjónvarp. Þar á meðal er þáttur um Vigdísi Finnbogadóttur í forsetatíð hennar. Enn fremur viðtöl við rithöfunda, t.d. Halldór Laxness og Iris Murdoch. Steinunn hefur einnig þýtt skáldsögur og ljóð.

Steinunn sló í gegn hjá lærðum og leikum með sinni 0091-175x268fyrstu skáldsögu Tímaþjófurinn sem kom út árið 1986 og er sagan enn viðfangsefni bókmenntafólks. Franska kvikmyndin Voleur de vie frá 1999 (í leikstjórn Yves Angelo) með Sandrine Bonnaire og Emmanuelle Beart í aðalhlutverkum er byggð á skáldsögu Steinunnar Tímaþjófurinn.

Árið 1988 sendi Steinunn frá sér bókina Ein á forsetavakt: dagar í lífi Vigdísar Finnbogadóttur. Þar fjallar hún á persónulegan hátt um forsetahlutverkið þar sem lesendur fá um leið að skyggnast inn í líf og störf Vigdísar Finnbogadóttur. Bókin varð metsölubók og fékk einstaklega góða dóma lesenda og gagnrýnenda fyrir vandaða framsetningu.

Meðal skáldsagna eftir Steinunni má nefna Ástin fiskanna (1993), Hjarastaður (1995), Hanami (1997), Jöklaleikhúsið (2001), Hundrað dyr í golunni (2002), Sólskinshestur (2006), Góði elskhuginn (2009), Jójó (2011) og Fyrir Lísu (2012). Steinunn hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1995 fyrir skáldsöguna Hjartastað og hefur alls hlotið sex tilnefningar til verðlauna. Hjartastaður var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs sem og Tímaþjófurinn. Steinunn hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2014.

Steinunn hefur sent frá sér ljóðabækur jafnt og þétt síðan 1969, þar á meðal Hugástir og ástarljóð af landi. Enn fremur hefur hún samið smásagnasögn, barnabók og svo sjónvarps- og útvarpsleikrit.
Steinunn hefur lengi verið í hópi vinsælustu rithöfunda þjóðarinnar. Verk hennar eru þýdd yfir á önnur tungumál, einkum þýsku og frönsku, og nú síðast á ensku og njóta þau vinsælda á erlendri grundu.. Skrif Steinunnar einkennast af þéttum söguþræði, húmor, kaldhæðni, skopstælingum og listilega útfærðum orðaleikjum.

Nýjasta skáldsaga Steinunnar, Gæðakonur kom út hjá Bjarti árið 2014 við góðar Gæðakonur-175x260undirtektir og var meðal annars kölluð „Frábært listaverk.“ Á bókakápu segir:
„Í skáldsögunni Gæðakonur kemur Steinunn Sigurðardóttir að lesandanum úr óvæntri átt. Hún sýnir hér allar sínar bestu hliðar: ískrandi kaldhæðni, flugbeittur stíll, leiftrandi húmor og einstök innsýn í heim alls kyns ásta og erótíkur.“

Steinunn hefur búið á ýmsum stöðum í Evrópu, þar á meðal í París og Berlín. Hún var á þessu ári boðin fyrst höfunda til háskólans í Strassborg undir merkinu “Écrire L’Europe” sem felur í sér fyrirlestrahald og kennslu í skapandi skrifum.

Hér má sjá nánari upplýsingar um starfsferil og ritverk Steinunnar.

Pallborðsumræður: Formleg opnun Bókmenntahátíðar í Reykjavík í Norræna húsinu & Sögur sem ferðast og breytastÞórdís Gísladóttir, rithöfundur, ljóðskáld og þýðandi

thordis gisladottir

Þórdís Gísladóttir

Þórdís Gísladóttir fæddist árið 1965. Hún er með próf í íslensku frá Háskóla Íslands og licentiat-gráðu í norrænum fræðum frá Uppsalaháskóla í Svíþjóð. Hún er rithöfundur, þýðandi og ljóðskáld sem bæði hefur samið fyrir fullorðna og börn. Þá hefur hún einnig samið námsbækur.

Leyndarmál-annarra-175x271Þórdís hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina Leyndarmál annarra árið 2010. Hér má sjá tilvitnun úr Víðsjá 4. nóvember 2010 þar sem fjallað er um bókina Leyndarmál annarra;

„… Líkt og titill bókarinnar gefur til kynna er leitast við að skyggnast undir yfirborðið í lífi ókunnugs fólks með ímyndunaraflið að vopni. Þórdísi ferst þetta verk vel úr hendi, hún er ekki örvæntingarfull eða vonsvikin eins og gluggagægirinn sem Purrkur Pillnikk söng um, heldur húmoristi og húmanisti í senn, skrásetjari einhvers sem er til, ekki bara í hugskoti hennar sjálfrar, heldur allt í kringum okkur. Það er notalegt að hlæja með Þórdísi í þessari bók, og kannski fáum við að njóta þess aftur ef bækurnar verða fleiri.“

Velúr-175x281Þórdís sendi frá sér sína aðra ljóðabók Velúr árið 2014. Sú vandaða ljóðabók var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna sama ár.
Ásamt starfi sínu sem rithöfundur hefur Þórdís kennt við Háskóla Íslands og Uppsala háskólann í Svíþjóð. Einnig hefur hún skrifað um bókmenntir í norska dagblaðið Klassekampen, starfað sem gagnrýnandi og gert útvarpsþætti.

Þórdís er afkastamikill þýðandi, aðallega úr sænsku, en hún þýddi meðal annars bókina Allt er ást árið 2012 eftir Kristian Lundberg og fyrir hana var hún tilnefnd til Íslensku þýðingarverðlaunanna.Randalín-og-Mundi-175x268
Þórdís þýddi líka bókina Í leyfisleysi eftir Lenu Andersson sem einnig er gestur Bókmenntahátíðar í ár.

Árið 2012 sendi Þórdís frá sér barnabókina Randalín og Mundi. Fyrir hana hlaut hún bæði Fjöruverðlaunin og Bóksalaverðlaunin. Ári seinna kom framhaldið, Randalín og Mundi í Leynilundi, íslenskum börnum til mikillar gleði.
Í haust kemur út þriðja ljóðabók Þórdísar og einnig þriðja bókin um Randalín og Munda.

Pallborðsumræður: Töfrar hversdagsleikans í bókmenntumÞórunn Erlu- og Valdimarsdóttir, eljusamur rithöfundur, sagnfræðingur og skáld

Þórunn Erla Valdimarsdóttir

Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir

Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir fæddist árið 1954. Hún er sagnfræðingur að mennt. Þórunn er athafnasamur rithöfundur og eftir hana liggja yfir tuttugu bækur. Í safni hennar er að finna skáldsögur, ljóðabækur, ævisögur og sagnfræðirit. Þá hefur Þórunn einnig skrifað þætti fyrir útvarp og sjónvarp.

Fyrsta skáldsaga Þórunnar, Júlía kom út hjá Forlaginu árið 1992. Barnævisöguna Sól í Norðurmýri sem kom út árið 1993 og nóvelluna Dag kvennanna frá árinu 2010 skrifaði hún með Megasi.

Árið 1997 sendi Þórunn frá sér sögulegu skáldsöguna Alveg nóg. urlSú bók var tilnefnd til Menningarverðlauna DV sama ár. Næsta bók Þórunnar var skáldsagan Stúlka með fingur sem gefin var út af Forlaginu árið 1999. Bókin hlaut Menningarverðlaun DV árið 1999 og var einnig tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

5230-4001-175x258Skáldsögur Þórunnar, Kalt er annars blóð frá árinu 2007 og Mörg eru ljónsins eyru frá 2010 eru glæpasögur sem gerast í samtímanum. Bækurnar eru báðar byggðar á Íslendingasögum. Kalt er annars blóð er byggð á Njálu og Mörg eru ljónsins eyru er byggð á Laxdælu. Báðar bækurnar voru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fagurbókmennta.

Þórunn hefur einnig hlotið tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðibóka fyrir bækur sínar Snorri á Húsafelli: Saga frá 18. öld sem kom út árið 1989, Til móts við nútímann (4. bindi Kristni á Íslandi) frá árinu 2000 og fyrir bókina Upp á sigurhæðir: Saga Matthíasar Jochumssonar frá árinu 2006.

Stulkamedmaga_kilja-175x278Árið 2013 sendi Þórunn frá sér bókina Stúlka með maga sem er skáldættarsaga byggð á pappírum úr járnskáp. Bókin fékk góðar viðtökur frá lesendum og vann einnig til Fjöruverðlaunanna sama ár og hún kom út.

Þess má til gamans geta að Þórunn er einnig myndlistakona en á heimasíðu hennar má sjá fallegar línuteikningar sem hún býr til. Þar segir að Þórunn sé að teikna fyrir barnabók sem að hún vinnur að.
Hér má sjá tengil inn á heimasíðu Þórunnar þar sem finna má nánari upplýsingar um verk hennar og starfsferil:
www.thorvald.is

Pallborðsumræður: Konur, ástin og frásagnarháttur í bókmenntumVilborg Dagbjartsdóttir, barnabókahöfundur og ljóðskáld

Vilborg_Dagbjartsdottir svhv

Vilborg Dagbjartsdóttir

Vilborg Dagbjartsdóttir fæddist árið 1930. Hún lærði leiklist og lauk einnig kennaraprófi og námi í bókasafnsfræðum við Háskóla Íslands. Ásamt starfi sínu sem rithöfundur starfaði hún sem kennari við Austurbæjarskóla um árabil. Vilborg hefur gefið út fjölmargar barnabækur, bæði sagnabækur og námsefni.

Hún er einnig ljóðskáld og hefur sent frá sér ljóðabækur. 
Fyrsta ljóðabók Vilborgar, Laufið á trjánum kom út árið 1960 og var hún þá ein af fáum konum sem skrifuðu atómljóð. Hún birti einnig ljóð í tímaritinu Birtingi og á fjölda ljóða og greina í Siddegi-175x286tímaritum og safnritum. Ljóð Vilborgar hafa birst í erlendum safn- og tímaritum og verið þýdd yfir á fjölmörg tungumál.
 Meðal annarra ljóðabóka eftir Vilborgu eru Dvergliljur sem kom út árið 1968, Kyndilmessa frá 1971 og Klukkan í turninum frá 1992. Árið 2010 sendi  Vilborg frá sér ljóðabókina Síðdegi sem er hennar níunda ljóðabók. Ljóðabókin var bæði tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og Menningarverðlauna DV í bókmenntum.

Fyrsta barnabókin sem að Vilborg sendi frá sér er bókin Anni Nalli og Tunglið frá árinu 1959. Hér má sjá brot út þessari skemmtilegu bók:
„Svo setti hún grautarpottinn út í glugga og kallaði: Gjörðu svo vel tungl. Þú mátt eiga grautinn hans Alla Nalla. Þá var tunglið bara örlítil rönd á himninum og það hefur verið sársvangt, því það flýtti sér að teygja sig niður og át allan grautinn úr pottinum með stærstu ausunni, sem til var í húsinu.“

Bókin Alli Nalli og tunglið er löngu orðin sígild og vel þekkt meðal íslenskra barna.
Þess má til gamans geta að fjölmargar barnaleiksýningar hafa verið settar upp sem byggðar eru á sívinsælu sögum Vilborgar. Bókin Sögur af Alla Nalla kom út árið 1965. Þá hefur Vilborg einnig sent frá sér barnabækurnar Sagan af Labba Pabbakút árið 1971, Langsum og þversum árið 1979, Tvær sögur um tunglið árið 1981, Sögusteinn árið 1983, Bogga á Hjalla árið 1984, og bókina Fugl og fiskur árið 2006.
Vilborg ritstýrði Óskastundinni, barnablaði Þjóðviljans frá 1956 - 1962 og Kompunni, barnasíðu sunnudagsblaðs sama blaðs, frá 1975 - 1979. Þá hefur Vilborg einnig starfað við þýðingar og þýtt fjölda bóka.

Vilborg var einn af stofnendum Rauðsokkahreyfingarinnar og átti sæti fyrir miðju hreyfingarinnar 1970. Hún sat einnig í stjórn Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna. 
Þá var Vilborg í stjórn kvikmyndaklúbbsins og Litla bíós frá 1968 - 1970.

Vilborg hefur hlotið mörg verðlaun og viðurkenningar fyrir störf sín sem rithöfundur og ljóðskáld. Árið 2000 hlaut hún Heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu.
Tvær bækur hafa verið gefnar út um ævi Vilborgar, bókin Mynd af konu: Vilborg Dagbjartsdóttir sem skrásett er af Kristínu Marju Baldursdóttur árið 2000 og bókin Úr þagnarhyl sem skrásett er af Þorleifi Haukssyni árið 2012.

Pallborðsumræður: Vilborg Dagbjartsdóttir í samtali við Kristínu ÓmarsdótturVilborg Davíðsdóttir, rithöfundur og þjóðfræðingur

Vilborg_feb.2015

Vilborg Davíðsdóttir

Vilborg Davíðsdóttir fæddist árið 1965. Hún starfaði við fjölmiðla frá árinu 1985 - 2000 við blaðamennsku, dagskrárgerð og sem fréttakona. Vilborg er þjóðfræðingur að mennt. Hún hefur helgað sig ritstörfum og þýðingum frá árinu 2000.

Fyrsta bók hennar, skáldsagan Við Urðarbrunn, kom út árið 1993 og framhald hennar, Nornadómur, árið eftir. Bækurnar gerast um aldamótin 900 og segja frá baráttu ambáttar fyrir1839-4001-175x284 betra lífi. Við Urðarbrunn hlaut verðlaun Íslandsdeildar IBBY árið 1994 og ári síðar fékk framhaldsbókin, Nornadómur, verðlaun Skólamálaráðs Reykjavíkur. Vilborg hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Íslands fyrir ritstörf árið 1994. Bækurnar voru endurútgefnar árið 2001 í einni bók undir titlinum Korku saga. Hún hefur verið endurprentuð margsinnis síðan og nýtur stöðugra vinsælda meðal lesenda á öllum aldri.

Þriðja bók Vilborgar er Eldfórnin frá árinu 1997. Eldfórnin er söguleg skáldsaga sem byggir á atburðum sem gerðust í Kirkjubæjarklaustri á 14. öld. Fjórða bók Vilborgar, Galdur kom út árið 2000. Bókin byggir einnig á sögulegum atburðum og gerist í Skagafirði á 15. öld þegar Englendingar voru svo áhrifamiklir á Íslandi að hún er nefnd Enska öldin. Fimmta skáldsaga hennar, Hrafninn kom út árið 2005. Sagan er byggð á heimildum um lífshætti inúíta og norrænna manna á Grænlandi um miðja 15. öld og tekst meðal annars á við ráðgátuna um hvað olli því að norræna byggðin þar lagðist í eyði fimm öldum eftir að Eiríkur rauði nam land. Hrafninn var tilnefndur árið 2005 til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Vilborg hefur einnig starfað við þýðingar. Árið 2002 kom út þýðing hennar á skáldsögunni The Hiding Place eftir bresku skáldkonuna Trezza Azzopardi, undir titlinum Felustaðurinn. Árið 2003 hlaut Vilborg viðurkenningu úr Bókasafnssjóði höfunda.
Audur-175x261 Vilborg sendi frá sér skáldsöguna Auður árið 2009 sem fjallar um uppvaxtarár Auðar Ketilsdóttur djúpúðgu á Bretlandseyjum og aðdraganda þess að norrænir menn sigldu þaðan til að nema land á Íslandi í lok níundu aldar. Auður hlaut mikið lof lesenda og gagnrýnenda og var einnig tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Framhald hennar, Vígroði, kom út haustið 2012.
Við Urðarbrunn og Nornadómur komu út í færeyskri þýðingu árin 2003 og 2004 og skáldsögurnar Eldfórnin (Das Feueropfer), Galdur (Der Liebeszauber) og Hrafninn (Die Winterfrau) hafa komið út á þýsku hjá Bertelsmann btb. Galdur kom út í mars 2012 hjá AmazonCrossing í Bandaríkjunum undir titlinum On the Cold Coasts. Vilborg tók einnig þátt í Bókmenntahátíð árið 2005

Nýjasta bók Vilborgar, Ástin, drekinn og dauðinn, kom út fyrr á þessu ári. Þar lýsir hún Astindrekinogdaudin-175x204vegferð sinni og manns síns með sjúkdómi sem þau vissu að myndi draga hann til dauða og fyrsta árinu eftir að hún varð ekkja. Bókin hefur fengið afar góðar viðtökur lesenda og einróma lof, ekki síst fyrir að hún fjallar um ástvinamissi og sorg á áhrifamikinn og væmnislausan hátt og er um leið hvatning til að lifa í árvekni og sættast við að dauðinn er órjúfanlegur hluti af lífinu.

Hér má sjá skemmtilegt viðtal við Vilborgu.

Pallborðsumræður: Íslenskar bókmenntir sem innblásturYrsa Sigurðardóttir, vinsæll glæpasagnahöfundur

Yrsa Sigurðardóttir

Yrsa Sigurðardóttir

Yrsa Sigurðardóttir fæddist árið 1963. Hún hefur lokið mastersnámi í byggingarverkfræði frá Concordia University í Montreal og starfar sem byggingarverkfræðingur samhliða ritstörfum sínum.
Segja má að rithöfundaferill Yrsu sé tvískiptur. Í fyrstu skrifaði hún barna- og unglingabækur en í seinni tíð hefur hún snúið sér að glæpasagnaritun. Sögurnar hennar hafa vægast sagt hlotið góðar viðtökur lesenda og gagnrýnenda en nánast hver einasta bók sem hún gefur frá sér verður að metsölubók.
Fyrsta barnabók Yrsu, Þar lágu Danir í því kom út árið 1998. Önnur bók hennar Við viljum jólin í júlí kom út árið 1999 hjá Máli og menningu. Bókin hlaut viðurkenningu Barnabókaráðs Íslands. Þriðja bók Yrsu, Barnapíubófinn, búkolla og bókarránið kom út árið 2000 og unglingabókin B10 kom út árið 2001. Fimmta bók hennar Biobörn kom út árið 2003. Sú bók hlaut Íslensku Barnabókaverðlaunin.

Brakið-frontur-175x258Fyrsta skáldsaga Yrsu fyrir fullorðna er glæpasagan Þriðja táknið sem gefin var út hjá Veröld árið 2005. Í bókinni fæst lögfræðingurinn Þóra Guðmundsdóttir við dularfullt sakamál. Ári síðar, 2006 sendi Yrsa frá sér bókina Sér grefur gröf en þar er Þóra einnig aðalpersónan. Yrsa hefur gefið út fleiri vinsælar glæpasögur þar sem Þóra leysir sakamál, bókin Aska kom út árið 2007, Auðnin árið 2008, Horfðu á mig árið 2009 og Brakið árið 2011. Í þremur bókum Yrsu er Þóra ekki aðalpersóna, Ég man þig frá árinu 2010, Kuldi frá 2012 og Lygi frá 2013.

Brakið var valin besta norræna glæpasagan sem kom út í Bretlandi á síðasta ári. Yrsa tók við verðlaunum fyrir bókina á glæpasagnahátíðinni CrimeFest í Bristol fyrr á þessu ári.

Útgáfuréttur bóka Yrsu hefur verið seldur til fjölmargra landa og hafa bækur hennar DNA-175x254komið út í þýðingum víða um heim. Nýjasta bók Yrsu DNA kom út árið 2014 og hlaut mikið lof lesenda. Fyrir bókina hlaut Yrsa Blóðdropann, glæpasagnaverðlaun Hins íslenska glæpafélags. Það var í annað skiptið sem Yrsa hlýtur þau verðlaun en áður vann hún árið 2011 fyrir bókina Ég man þig. Bókin DNA er tilnefnd af Íslands hálfu til Glerlykilsins, Norrænu glæpasagnaverðlaunanna.

Hér fjallar Úlfhildur Dagsdóttir um verk Yrsu.

Pallborðsumræður: Glæpasögur á síðkvöldi