Erlendir höfundar 2015

Drottning argentínskra örsagna til Íslands

Ana María Shua (1951) er á meðal kunnustu rithöfunda Argentínumanna og hefur skrifað meira en 80 bókmenntaverk af ýmsum toga. Hún er margverðlaunuð og hlaut nýverið argentínsku bókmenntaverðlaunin fyrir smásögur sínar. Örfáum dögum síðar hlotnuðust henni önnur virt smásagnaverðlaun í Argentínu.

Ana Maria Shua en alta 2014-IMG_2086

Ana María Shua

Shua er hvað þekktustu fyrir örsögur sínar, svo þekkt að hún er jafnan kölluð drottning örsagnanna. Í haust kemur út á íslensku safn hundrað örsagna eftir Shua í þýðingu Kristínar Guðrúnar Jónsdóttur en áður hafa nokkrar þeirra birst í bókmenntatímaritinu Stínu.

Örsögur eru örstuttar frásagnir í lausu máli. Þær fanga augnablikið og skilja lesandann eftir með einhverja hugsun eða tilfinningu. Hér er á ferðinni bókmenntagrein sem sífellt vinnur á og þess er skemmst að minnast að Gyrðir Elíasson gaf út fyrir síðustu jól bókina Lungnafiskarnir: smáprósar sem hlaut mikið lof lesenda og gagnrýnenda, en sú bók innihélt einmitt hundrað örsögur.

Pallborðsumræður: Listin að segja stórar sögur í fáum orðum & Ana María Shua: Örsögur í Rómönsku Ameríku


Danny Wattin, modern-day treasure hunter

Danny Wattin (photo by Ulrica Zwenger)

Danny Wattin (photo by Ulrica Zwenger)

Danny Wattin was born in 1973 in Sweden. He is a multi-talented writer who has penned screenplays, science-based articles and children's books as well as novels. He has a distinguished style that is easy to recognize in all his works.

In 2005 he published a collection of interconnected stories titled Stockholm Tales, exploring the absurdities of contemporary life. It quickly became a bestseller in Sweden and was the most talked-about book of the year. After Stockholm Tales, Wattin published See You in the Desert, a novel about an office clerk experiencing mental decline. In 2009, he changed direction with Excuse me, but your soul just died, a dystopian novel based on the growing development and commercialization of reproductive technology.

 

Wattin's latest book, Herr Isakowitz's Treasure, will be available in Icelandidanny_0_hic from Forlagið in September. It is a narrative nonfiction account of a family's journey into their grandfather's past in a WWII concentration camp. A nostalgically comic story with serious undertones, this book has gained widespread attention from readers and critics.

Panel: Writing About World War II: Can you? Should you? How to?


Dave Eggers, farsæll rithöfundur, útgefandi og ritstjóri

Dave Eggers fæddist árið 1970 í Bandaríkjunum. Eggers er þekktur rithöfundur og segja

Dave-Eggers-Credit-Michelle-Quint

Dave Eggers (photo by Michelle Quint)

má að hann sé á hátindi frægðar sinnar um þessar mundir.

Hann er afkastamikill í starfi sínu og hefur gefið út margs konar bækur, skrifað kvikmyndahandrit og haldið fyrirlestra víða um heim. Eggers hefur hlotið fjölda alþjóðlegra verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín.
Hægt er að nálgast TED – fyrirlestra með honum á netinu þar sem hann fjallar meðal annars um menntamál sem eru honum hugleikin.

Fyrsta bók Eggers A Heartbreaking Work of Straggering Genius vakti mikla athygli líkt og allar þær bækur sem hann hefur gefið út á ferli sínum.
Leikstjórinn Tom Tykwer vinnur um þessar mundir að gerð bíómyndar sem byggð verður á bók Eggers A Hologram for the King frá árinu 2012. Tom Hanks mun þar fara með aðalhlutverkið ásamt fleirum þekktum leikurum.
Eggers er einnig ritstjóri forlagsins McSweeney’s og samnefnds bókmenntarits. Þá er hann meðstjórnandi 826 Valencia samtakanna sem vinna að því að leiðbeina ungu fólki um notkun ritaðs máls.

Hvað er þetta hvað? Bókin Hvað er þetta Hvað? kom út hjá Bjarti árið 2008 í þýðingu Rúnars Helga Vignissonar, en það var einmitt sú bók sem skaut honum upp á stjörnuhimininn. Bókin fjallar um drenginn Valentino Achak Deng sem býr í Suður-Súdan þegar ráðist er á þorpið hans og það lagt í rúst. Valentino bjó í kjölfar árásarinnar í flóttamannabúðum í Keníu í áratug áður en hann var fluttur með loftbrú til Bandaríkjanna. Erfitt var að hefja nýtt líf í Bandaríkjunum þar sem flóttamennirnir mættu fordómum og ofbeldi.
Þessi áhrifaríka saga er byggð á sannri sögu Valentino sem deildi henni með Eggers. Hún lýsir mannvonsku í heimi átaka þar sem von um betra líf og betri heim er öllu yfirsterkari.

Hér má sjá ritdóm um bókina Hvað er þetta Hvað? úr Lesbók Morgunblaðsins:
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1261123/

Hér má einnig sjá ritdóm um nýjustu bók Eggers, Your Fathers, Where Are They? And the Prophets, Do They Live Forever? sem kom út árið 2014 hefur vakið mikla athygli: http://www.theguardian.com/books/2014/jul/02/your-fathers-where-are-they-prophets-live-forever-dave-eggers-review

Pallborðsumræður: Kvöldstund með Dave Eggers


Íslandsvinurinn David Mitchell

David Mitchell (1969) er breskur metsöluhöfundur sem hlotið hefur mikið lof fyrir verk sín og er einn vinsælasti samtímahöfundur Bretlands. Hann er til dæmis þekktur fyrir Cloud Atlas, sem samnefnd bíómynd var gerð eftir, og bókina The Bone Clocks sem tilnefnd var til Man Booker-verðlaunanna í fyrra.

20870_mitchell_david

David Mitchell

Mitchell er mikill Íslandsvinur og gerist The Bone Clocks að hluta til á Íslandi. Aðalpersónu sögunnar, rithöfundinum Crispin, er meira að segja boðið að taka þátt í Bókmenntahátíð í Reykjavík, en þó ekki fyrr en árið 2018.

Fyrir skömmu var Mitchell í viðtali við Morgunblaðið (28.12.2014) og þar kom meðal annars fram dálæti hans á Halldóri Laxness og Sjálfstæðu fólki sem honum þykir ein sú almagnaðasta bók sem hann hefur lesið. Meira segja í köflunum þar sem lítil atburðarás á sér stað, er hún samt stórkostleg lætur hann hafa eftir sér í öðru viðtali.

Það verður spennandi að sjá hvort reynsla Mitchells af Bókmenntahátíð í Reykjavík og Íslandsdvöl hans í þetta skiptið verði honum frekari innblástur í bækur.

Pallborðsumræður: Íslenskar bókmenntir sem innblástur


David Nicholls, heimsþekktur rithöfundur og handritshöfundur

David Nicholls (1966) er breskur höfundur fjögurra skáldsagna sem allar hafa hlotið mikið lof og náð miklum vinsældum. Þá er hann líka handritshöfundur og hefur skrifað handrit fyrir leiksvið, sjónvarp og kvikmyndir. Hann lærði leiklist og starfaði sem leikari áður en hann sneri sér alfarið að skrifum. Fyrir utan eigin handrit hefur hann líka aðlagað þekkt verk eins og "Much Ado About Nothing" eftir Shakespeare fyrir BBC.

Hal Shinnie

David Nicholls (photo by Hal Shinnie)

Fyrsta skáldsaga Nicholls, “Starter for Ten”, kom út árið 2003 og hann skrifaði jafnframt handritið að bíómyndinni sem kom út árið 2006 . Framleiðandi myndarinnar var Tom Hanks og myndin skartaði leikaranum James McAvoy. Næst kom út bókin “The Understudy” árið 2005 og í kjölfarið fylgdi “One Day”, sem gerð var bíómynd eftir árið 2011, með leikurunum Anne Hathaway og Jim Sturgess í aðalhlutverkum. Bókin kom út í íslenskri þýðingu hjá Bjarti undir heitinu Einn dagur.

Nýjasta bók Nicholls  “Us” kom út síðastliðið haust. Hún var nýverið gefin út hjá Bjarti í íslenskri þýðingu undir titlinum "Við".  Bókin hlaut frábærar viðtökur og var meðal annars tilnefnd til Man Booker verðlaunanna og var lýst sem hinni fullkomnu bók“ af breska dagblaðinu The Independent.

Í bókinni segir frá lífefnafræðingnum Douglas Petersen sem reynir að bjarga hjónabandinum með því að leggja upp í mikla menningarreisu um Evrópu ásamt eiginkonu og syni. Á ferð um París, Amsterdam, Feneyjar og Flórens skerast í leikinn óður harmóníkuleikari, fjölþjóðlegir vopnasalar og lögreglan, og sú spurning verður áleitin hvort menningarreisur séu heppilegar til að bjarga hjónaböndum og bæta sambandið við börnin.

Pallborðsumræður: Sögur sem ferðast og breytast


Hassan Blasim, director, poet and writer

Hassan Blasim (photo by Katja Bohm)

Hassan Blasim (photo by Katja Bohm)

Hassan Blasim is a writer, poet and film director. Born in Iraq, Blasim moved to Finland in 2004 after the American invasion. Blasim is Associate Editor of the Arabic literary site Iraqstory.

Blasim writes in Arabic and has penned many well-known works. His short-story collection The Madman of Freedom Square (2010) gained strong acclaim, and his second collection, The Iraqi Christ (2013), was translated into English and won the Independent Foreign Fiction Prize.

His book The Corpse Exhibition, a collection of pieces on the Iraq war that blends realism, fantasy and poetry, was published last year and won several prizes including the PEN award for translated fiction. hassan-blasim-corpse-exhibitionThe Guardian described Blasim as "perhaps the best writer of Arabic fiction alive".

Blasim's best-known film, The Wounded Camera (2000) was shot in the Kurdish countryside.

Panel: Home Away from Home


Helle Helle, verðlaunahöfundur frá Danmörku

Helle Helle er einn af merkustu samtímahöfundum  Danmerkur. Hún skrifar bæði smásögur og skáldsögur og hafa verk hennar verið þýdd á fimmtán tungumál. Hún hefur verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og er tilnefnd í ár fyrir skáldsöguna "Hvis det er”.

Helle_Helle__foto_Sacha_Maric

Helle Helle (photo by Sacha Maric)

Í skrifum sínum segir Helle sögur af jaðrinum, bæði út frá landfræðilegu sjónarmiði og þjóðfélagslegu. Hún hefur næmt auga fyrir smáatriðum og í gegnum smáatriðin fá lesendur glögga mynd af sögupersónum og aðstæðum þeirra. Textinn er áreynslulaus og blátt áfram, athafnir sögupersóna eru hversdagslegar og yfirborðið gárast ekki mikið, en undir niðri glittir í þá glímu sem felst í því að vera manneskja og taka þátt í mannlegu samfélagi.

Helle Helle hefur gefið út smásagnasöfn og sex skáldsögur. Ein þeirra hefur komið út á ensku, "Dette burde skrives i nutid" ("This Should be Written in the Present Tense") en enn sem komið er engin bóka Helle Helle fáanleg á íslensku.

Pallborðsumræður: Töfrar hversdagsleikans í bókmenntum


Katja Kettu, ný og fersk rödd finnskra bókmennta

Hin finnska Katja Kettu er ný og spennandi rödd innan finnskra bókmennta. Hún er fædd árið 1978 og er, ásamt því að vera rithöfundur, söngkona í pönkhljómsveitinni Confusa og leikstjóri teiknimynda.

katjakettu_new

Katja Kettu

Þrjár skáldsögur og eitt smásagnasafn hefur komið út eftir Kettu. Nýjasta skáldsagan er frá árinu 2011 og heitir Ljósmóðirinn. Bókin var mest lesna skáldsagan í Finnlandi árið sem hún kom út og vann til fjölda verðlauna. Hún hefur komið út á nokkrum tungumálum og er væntanleg í íslenskri þýðingu Sigurðar Karlssonar hjá Forlaginu í hausti. Bókin verður kvikmynduð og er frumsýning áætluð í haust líka.

Í Ljósmóðurinni er sögusviðið norðurhluti Finnlands undir lok seinni heimsstyrjaldar, í Lapplandsstríðunum svokölluðu. Ástandið á svæðinu er brothætt og engum treystandi. Líf ljósmóður í smábænum Petsamo tekur stakkaskiptum árið 1944 þegar hún verður yfir sig ástfangin af SS foringja og fylgir honum eftir.

Hér kveður við nýjan tón í finnskum bókmenntum og þykir Kettu takast einstaklega vel til. Hér skynja lesendur bæði hrylling og ljóðrænu í lýsingum á efni sem farið hefur heldur hljótt í finnskum bókmenntum hingað til; stríðsbrúðir og stríðsbörn túndrunnar.

Pallborðsumræður: Hlutverk fortíðar í nútímaskáldskap


Kim Stanley Robinson, landkönnuður sólkerfisins

Kim Stanley Robinson (f. 1952) er bandarískur rithöfundur vísindaskáldsagna.
Robinson er hvað þekktastur fyrir margverðlaunaðan þríleik sinn sem kenndur er við plánetuna Mars. Þar segir frá landnámi manna á Mars og mótun nýs samfélags á nýjum stað. Í sögunni er jörðin að verða óbyggileg sökum mikils mannfjölda og neikvæðra áhrifa manna á umhverfi sitt. Plánetan Mars er mikið eftirlæti Robinsons og notar hann plánetuna sem sögusvið í mörgum verka sinna.
Bækur Robinsons hafa unnið til fjölda verðlauna á sviði vísindaskáldskaps. Þar ber helst að nefna Hugo verðlaunin sem hann hlaut árið 1994 og 1997 og Nebula verðlaunin sem hann hlaut árið 1993 og 2012.

Kim Stanley Robinson

Í verkum sínum kemur Robinson inn á ýmiss félagsmál sem snerta mannkynið í heild sinni. Umhverfismál eru höfundi afar hugleikin og hefur hann talað víða um heim um þau og haft áhrif á aðra höfunda, til dæmis hina kanadísku Naomi Klein.
Árið 2008 hlaut hann viðurkenninguna „Hero of the Enviroment“ af tímaritinu Time.

Bók Robinsons 2312 sem kom út árið 2012 hefur hlotið mikla athygli og verið þýdd yfir á fjölmörg tungumál víðs vegar um heiminn. Þar hefur mannkynið yfirtekið sólkerfið. Sú bók vann til Nebula verðlauna árið 2012.
Í nýjustu vísindaskáldsögu sinni sem ber heitið Aurora og kom út í júní 2015, fá lesendur að lesa um fyrstu ferð mannsins út fyrir sólkerfið. Bókin hefur vægast sagt fengið góða dóma.

Pallborðsumræður: Umhverfið, framtíðin og framtíð skáldskaparins & The Hard Problem


Lena Andersson, rýnir í ástina

Lena Andersson er sænskur rithöfundur og dálkahöfundur hjá Dagens Nyheter sem er eitt stærsta morgunblað Svíþjóðar. Hún er afkastamikill rithöfundur sem hefur gefið út tíu bækur frá árinu 1999. Í fyrra gaf Bjartur út bókina Í leyfisleysi (Egenmäktigt förfarande) sem þýdd er af Þórdísi Gísladóttur.

Lena Andersson

Lena Andersson (photo by Ulla Montan)

Þar kynnist aðalpersónan Ester Nilsson listamanninum Hugo Rask sem kúvendir lífi hennar. Bókin vakti gríðarlega athygli og margir veltu fyrir sér hver væri fyrirmynd sögupersónunnar Hugo Rask.
Lena skrifar um ástina og er mjög upptekin af öllum tilbrigðum hennar, ástarsorginni, hvernig það er að vera ástfanginn og að upplifa óendurgoldna ást. Bókin skilur lesandann eftir með hugann við mátt ástarinnar og hversu langt maðurinn er gjarnan tilbúinn að ganga fyrir hana.

BJ IAÁrið 2013 hlaut bókin bæði Bókmenntaverðlaun sænska dagblaðsins Svenska Dagbladet og sænsku August – verðlaunin.

„…Þessi makalausa ástarsaga er ekki laus við íroníu og er býsna grimm á köflum en undirliggjandi er samúð með þeim sem láta blekkast af tálvonum ástarinnar og elska of mikið.“
- Steinunn Inga Óttarsdóttir, bókmenntafræðingur.


„Fólk sem er ástfangið, hefur verið ástfangið eða hefur í hyggju að verða ástfangið á að lesa þessa bók.“

- Tara Moshizi, Go kväll.

Pallborðsumræður: Sannar sögur og falsaðar


Maziar Bahari, journalist and filmmaker

Hossein Shariatmadari

Maziar Bahari

Maziar Bahari is an Iranian-Canadian journalist and filmmaker. He was a reporter for Newsweek from 1998-2011. During the 2009 Iranian election protests he was arrested without charge by Iranian authorities and detained for 118 days, and was nominated that year for the Prince of Asturias Award for Concord. He is now involved with the Journalism is Not a Crime project, which documents and publicizes the arrests of journalists by the Iranian government and provides legal and psychological assistance to these prisoners.

Bahari’s family memoir, Then They Came for Me (2011, republished as Rosewater), tells the story of his arrest and imprisonment. This book was made into a film in 2014, titled Rosewater and directed by popular American TV host Jon Stewart, whose Daily Show interview with Bahari in 2009 was part of the basis for his arrest.

Bahari's films include Football, Iranian Style (2001), Targets: Reporters in Iraq (2005) and Online Ayatollah (2008), and he has produced a number of documentaries for international broadcasters including BBC, HBO and Discovery.

Panel: Journalism is Not a Crime & Screening: Rosewater (Jon Stewart)


Pierre Lemaître, margverðlaunaður spennusagnahöfundur

Franski rithöfundurinn Pierre Lemaitre er margverðlaunaður rithöfundur og gríðarlega vinsæll spennusagnahöfundur. Árið 2013 Goncourt-verðlaunin, en það eru virtustu bókmenntaverðlaunin í Frakklandi, og Alþjóðlega rýtinginn CWA, verðlaun samtaka breskra glæpasagnahöfunda.

Pierre Lemaitre ©Thierry Rajic / Figure

Pierre Lemaître, ©Thierry Rajic / Figure

Bók Pierre Lemaître, Alex, kom nýverið út í íslenskri þýðingu Friðriks Rafnssonar og hefur bókin trónað á toppi metsölulistanna síðan. Hún reynir mjög á réttlætiskennd lesandans og er alls ekki fyrir viðkvæma. Það verður gaman að heyra Lemaitre segja frá verkum sínum þegar hann kemur á Bókmenntahátíð í Reykjavík í september.

Í samtali við DV á dögunum sagði Friðrik frá höfundinum og þýðingarferlinu og sagði meðal annars :

„Það var mjög gaman en krefjandi að þýða Alex því Lamaitre er mjög vel lesinn og í bókum sínum lyftir hann hattinum til ýmissa rithöfunda, eins og Proust og Pasternak, en líka kvikmyndaleikstjóra eins og meistara Alfred Hitchcock. Mér finnst Alex snilldarlega vel fléttuð spennusaga sem reynir mjög á réttlætiskennd lesandans. Þetta er alls ekki bók fyrir viðkvæmar sálir. Fyrst og fremst er Pierre Lemaitre vel lesinn og fantagóður rithöfundur sem veit nákvæmlega hvað hann er að gera. Það er þýðandans að átta sig vel á því öllu og koma því til skila á íslensku. Ég vona að það hafi tekist.“

Pallborðsumræður: Glæpasögur á síðkvöldi


Stine Pilgaard, ungur og efnilegur danskur rithöfundur

Stine Pilgaard er fædd árið 1984 í Danmörku.

Stine-Pilgaard-Rasmus-Jepsen3

Stine Pilgaard (photo by Rasmus Jepsen)

Þessi ungi rithöfundur sló rækilega í gegn með bók sinni Mamma segir árið 2012. Forlagið gaf bókina út í íslenskri þýðingu Steinunnar Stefánsdóttur árið 2014.

Mamma_segir-175x276Bókin fjallar um unga konu sem flytur heim til föður síns eftir sambandsslit. Ástin og eðli ástarinnar er umfjöllunarefni bókarinnar þar sem henni er lýst með sjarmerandi hætti, hnyttni og hjartnæmni. Persónulýsingar í bókinni eru líflegar og meinfyndnar.
Hér má sjá Pilgaard tala um bók sína Mamma segir;
https://www.youtube.com/watch?v=qScA94PH2Wo

Stine Pilgaard hefur unnið til verðlauna fyrir verk sín en þar ber helst að nefna Bodil og Jørgen Munch-Hansens debutantpris verðlaunin sem hún hlaut fyrir bók sína Mamma segir árið 2012. Verðlaunin eru veitt ungum og efnilegum rithöfundum í Danmörku.
Gaman er að segja frá því að átrúnaðargoð Stine er meðal annars rithöfundurinn Helle Helle sem einnig er gestur Bókmenntahátíðar í ár.

Bókin Lejlighedssange eftir Pilgaard kom út árið 2015 í Danmörku. Sú bók líkt og fyrri bækur Pilgaard hefur fengið lof gagnrýnenda. Líkt og í fyrri bók Pilgaard, er persónusköpunin einstaklega vel heppnuð í bókinni Lejlighedssange.
Hér talar rithöfundurinn um nýjustu bók sína:
https://www.saxo.com/dk/lejlighedssange_stine-pilgaard_haeftet_9788763835466

Stine Pilgaard er kunnug íslenskum bókmenntum en hún útskrifaðist með MA gráðu frá Kaupmannahafnarháskóla þar sem lokaritgerð hennar fjallaði um konur og frásagnarhætti í Íslendingasögunum.

Pallborðsumræður: Konur, ástin og frásagnarháttur í bókmenntum


Teju Cole er rísandi stjarna á meðal rithöfunda

Rithöfundurinn Teju Cole (1975) er rísandi stjarna innan bókmenntaheimsins og er hann sagður vera á meðal hæfileikaríkustu höfunda sinn

cblog_e9ea925590-thumbc

Teju Cole

ar kynslóðar. Hann er af nígerísku bergi brotinn, fæddur í Bandaríkjunum en uppalinn í Nígeríu fram á unglingsár þegar hann flutti á ný til Bandaríkjanna. Þessi tveggja heima sýn höfundarins reynist honum gott vopn við skriftirnar og í verkum hans birtist Nígería lesandanum bæði sem framandi og kunnuglegur staður.

Teju Cole hefur gefið út tvær bækur. Sú fyrri er nóvella frá árinu 2007, Every Day is for the Thief, og vakti hún gríðarlega athygli lesenda og gagnrýnenda. Í bókinni snýr sögumaður aftur til Nígeríu eftir fimmtán ára fjarveru. Hann hittir gamla vini og fjölskyldu en upplifir samfélagið sem aðkomumaður. Lesandinn skynjar mikla hlýju í textanum gagnvart Nígeríu og þegnum landsins, meira að segja gagnvart hinum víðfrægu Nígeríusvindlurum. Bókin var víða valin bók ársins þegar hún kom út, meðal annars af NPR, New York Times og Telegraph.

Open City er skáldsaga sem kom út árið 2011. Hún var tilnefnd til National Book Critics Circle Awards og hlaut auk þess fjölda verðlauna og afar góða dóma. Í henni segir frá ungum Nígeríumanni í New York sem nýlega hefur hætt með kærustunni sinni. Hann gengur um borgina og veltir fyrir sér aðstæðum sínum, bæði í samtíð og fortíð.

Teju Cole skrifar í blöð og tímarit, meðal annars í the New Yorker. Grein sem hann birti þar eftir hryðjuverkaárásirnar í París nú í ársbyrjun vakti mikla athygli en þar fjallar hann á áhrifaríkan hátt um tjáningarfrelsið og stöðu þess á Vesturlöndum.

Pallborðsumræður: Að heiman og heim, Blind Spot Formleg opnun Bókmenntahátíðar í Reykjavík í Norræna húsinu


Timur Vermes og háðsádeilan um Hitler

Þýski rithöfundurinn Timur Vermes (1967) er höfundur skáldsögunnar Aftur á kreik (Er ist wieder da) sem kom út haustið 2012 og varð strax umtöluð metsölubók. Vermes starfaði áður sem blaðamaður og skrifaði bækur undir nöfnum annarra (ghost writing).

TimurVermes

Timur Vermes

Hér er á ferðinni háðsádeila af bestu gerð sem segir frá því þegar Hitler vaknar upp af værum blundi í almenningsgarði í Þýskalandi árið 2011 eftir að hafa sofið síðan 1945. Hitler veit ekki hvað tímanum hefur liðið og hyggst því halda sínu striki þar sem frá var horfið. Hins vegar halda þeir sem á vegi hans verða að hér sé á ferðinni afburða snjall leikari sem hefur náð svo góðum tökum á háttarlagi Foringjans og vekur hann því aðdáun og eftirtekt hvar sem hann fer. Hitler kemst í kynni við sjónvarpsþáttaframleiðendur og slær í gegn í skemmtiþætti í sjónvarpi og hljóta ræður hans mikla útbreiðslu á youtube.

Bókin hefur verið þýdd á fjöldamörg tungumál og vakið miklar umræður hvar sem hún hefur komið út. Til stendur að gera bíómynd eftir sögunni. Aftur á kreik kom út í íslenskri þýðingu Bjarna Jónssonar á dögunum hjá Forlaginu. Hægt er að lesa kafla úr bókinni á íslensku hér.

Pallborðsumræður: Heimstyrjöldin síðari í bókmenntum. Á maður og má maður?