Dagskráin 2015

Dagskrá alla daga, 9. – 12. september

Orrusta litateikninganna með Amélie

Myndlistarsýning Amélie Graux í Alliance française Tryggvagötu 8 Amélie Graux er fædd árið 1977 og býr og starfar í París. Hún fékk snemma meiri áhuga á teikningu, roquefort-osti, bókmenntum og krabbaveiðum en landafræði, stærðfræði og blaki. Nú starfar hún sem myndskreytir og rithöfundur og hefur unnið fyrir alla helstu bókaútgefendur í Frakklandi. Hún hefur hlotið […]

Blind Spot – Rithöfundurinn Teju Cole sýnir ljósmyndaverk í Eymundsson í Austurstræti

Rithöfundurinn og ljósmyndarinn Teju Cole er rísandi stjarna innan bókmenntaheimsins. Hann er af nígerísku bergi brotinn en flutti sem ungur maður til Bandaríkjanna. Þessi tveggja heima sýn höfundarins nýtist honum vel í starfi sínu. Á sýningunni Blind Spot sýnir Teju Cole ljósmyndir sem innblásnar eru af hugleiðingum um sjálfsímyndir og lífsviðhorf. Sýningunni fylgir áhrifarík ritgerð […]

Portrett af Thor Vilhjálmssyni – Ljósmyndasýning í Norræna húsinu

Thor Vilhjálmsson stofnaði til Bókmenntahátíðar í Reykjavík ásamt fleirum árið 1985. Í tilefni af því að hátíðin er 30 ára í ár og Thor hefði átt níræðisafmæli í ágúst á þessu ári verður sett upp sýning með myndum af Thor frá ýmsum tímum. Fjölmargir ljósmyndarar eiga myndir á sýningunni auk þess sem þar verða sýndar […]

Miðvikudagur 9. september

Vilborg Dagbjartsdóttir í samtali við Kristínu Ómarsdóttur

Vilborg Dagbjartsdóttir skipar sérstakan sess í hugum íslenskra lesenda en hún er meðal annars þekkt fyrir ljóð og barnabækur. Rithöfundurinn Kristín Ómarsdóttir skyggnist inn í hugarheim Vilborgar á sinn einstaka hátt svo úr verður sérstakt samtal þessara tveggja kvenna. Vilborg Dagbjartsdóttir í samtali við Kristínu Ómarsdóttur (Á íslensku)

Formleg opnun Bókmenntahátíðar í Reykjavík í Norræna húsinu

Við opnun í Norræna húsinu munu rithöfundarnir Teju Cole og Steinunn Sigurðardóttir flytja erindi. Cole er fæddur í Nígeríu en býr í Bandaríkjunum og rís stjarna hans hátt í bókmenntaheiminum um þessar mundir. Hann hefur gefið út tvær skáldsögur og er auk þess virtur ljósmyndari. Steinunn er meðal þekktustu rithöfunda Íslands, bæði hér á landi […]

Heimsstyrjöldin síðari í bókmenntum. Á maður og má maður?

Að skrifa um heimstyrjöldina síðari getur verið afar vandasamt og viðkvæmt. Tveir gestir hátíðarinnar hafa skrifað óvenjulegar bækur um þessa mikla hörmungatíma og hér verður rætt um hvernig og hvort rithöfundar eigi að fjalla um voðaverk og hörmungar stríðstíma í bókum sínum. Hinn sænski Danny Wattin skrifar ljúfsára bók um ferðir afa, föður og sonar […]

Töfrar hversdagsleikans í bókmenntum

Í verkum Helle Helle, Þórdísar Gísladóttur og Óskars Árna Óskarssonar birtast hversdagslegar persónur í hversdagslegum aðstæðum, sem leyna þó á sér þegar betur er að gáð. Hér verður skoðað hvað það er sem gerir hversdagsleikann svo spennandi og áhugaverðan og hvernig þessir höfundar finna sér yrkisefni. Töfrar hversdagsleikans í bókmenntum: Helle Helle, Þórdís Gísladóttir og […]

Fimmtudagur 10. september

Konur, ástin og frásagnarháttur í bókmenntum

Hér verður skoðað hvort frásagnarhættir kvenna séu með einhverjum hætti frábrugðnir frásagnarhætti karlkynshöfunda. Skáldkonan danska Stine Pilgaard, sem skrifaði bókina Mamma segir um eðli ástarinnar, og hin einstaka Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir, skoða málið frá ýmsum hliðum, velta fyrir sér þróuninni í gegnum tíðina og bera saman bækur sínar. Konur, ástin og frásagnarháttur í bókmenntum: […]

Sannar sögur og falsaðar

Sjálfsævisöguleg skrif kalla fram spurningar hjá lesendum um sannleikann, sjónarhorn og hina hárfínu línu á milli skáldskapar og sannleika. Hér mætast þrír höfundar sem allir byggja á eigin reynslu í skrifum sínum og ræða við Gunnþórunni Guðmundsdóttur um hvað það er sem gerir sjálfsævisögur spennandi og hlutverk minnis og sannleika í slíkum verkum. Sannar sögur […]

Write.Drink.Read: A Happy Writing Hour

Bandaríski rithöfundurinn Wilona Sloan sem dvalið hefur hér á landi við skriftir stendur fyrir ritsmiðju og happy hour í Iðnó. Á staðnum verður opinn mæk og Wilona setur fram spennandi verkefni fyrir áhugasama að spreyta sig á. Allir velkomnir! Write.Drink.Read: A Happy Writing Hour Ritsmiðja í samstarfi við Reykjavík bókmenntaborg UNESCO

Hlutverk fortíðar í nútímaskáldskap

Fortíðin er alls ráðandi í skáldverkum hinnar finnsku Katja Kettu, Ófeigs Sigurðssonar og Bergsveins Birgissonar. En hvaða hlutverki gegnir fortíðin og er kannski hægt að skilja samtímann betur með því að spegla sig í fortíðinni? Þetta ræða höfundarnir þrír, sem allir hafa hlotið mikið lof fyrir verk sín, í spjalli við Höllu Oddnýju Magnúsdóttur. Hlutverk […]

Sögur sem ferðast og breytast

Verk Steinunnar Sigurðardóttur þarf vart að kynna fyrir íslenskum eða erlendum lesendum. Þau hafa ferðast víða um heim og Steinunn hefur mörg bókmenntaform á valdi sínu, hefur skrifað barnabók, útvarps- og sjónvarpsleikrit auk þess sem gerð hefur verið kvikmynd eftir einni bóka hennar. Bækur hans eru lesnar víða um heim, sem og bækur breska rithöfundarins […]

Kvöldstund með Dave Eggers

Bandaríski rithöfundurinn og fyrirlesarinn Dave Eggers spjallar um líf og störf. Hann segir áhorfendum frá helstu verkefnum sem hann stendur fyrir í heimalandi sínu, Bandaríkjunum, sem mörg hver tengjast læsi hjá börnum ásamt því að hann segir ferðasögur úr Íslandsferðum sínum.

Föstudagur 11. september

Umhverfið, framtíðin og framtíð skáldskaparins

Vísindaskáldskapur dregur stundum upp dökka og fjarstæðukennda mynd af veruleikanum en er það endilega svo nú á tímum? Er framtíðarsýnin sem finna má í skáldskap af þessu tagi kannski afar raunsæ og nálægt lesendum í tíma? Hinn heimsþekkti vísindaskáldsagnahöfundur Kim Stanley Robinson, sem meðal annars hefur verið útnefndur sem hetja umhverfisins af Time Magazine, og […]

Íslenskar bókmenntir sem innblástur

Íslenskar bókmenntir, bæði fornbókmenntir og nútímabókmenntir, veita rithöfundum víða um heim innblástur. Nýjasta bók David Mitchell, The Bone Clocks, gerist að hluta til á Íslandi, einmitt á Bókmenntahátíð í Reykjavík, og hann hefur áður lýst yfir mikilli aðdáun á Íslandsklukku Halldórs Laxness. Emil Hjörvar Petersen og Vilborg Davíðsdóttir leita hvort um sig mikið í sagnaarfinn […]

Orðstír: Heiðursviðurkenning til þýðenda íslenskra bókmennta á önnur mál

Umræður og spjall í tilefni af því að nú hefur í fyrsta sinn verið veitt heiðursviðurkenning til þýðenda íslenskra bókmennta á önnur mál. Í pallborðinu verða handhafar heiðursviðurkenningarinnar, þau Catherine Eyjólfsson og Erik Skyum-Nielsen, ásamt rithöfundunum Bergsveini Birgissyni og Auði Övu Ólafsdóttur. Pallborðinu stýrir Ólöf Pétursdóttir þýðandi. ORÐSTÍR Útbreiðsla íslenskra bókmennta erlendis hefur aukist jafnt […]

Ana María Shua: Örsögur í Rómönsku Ameríku

Í erindinu mun Ana María Shua fjalla um örsagnaformið í Rómönsku Ameríku, sem má rekja til fyrstu áratuga tuttugustu aldar. Hún greinir frá safni Borgesar og Bioy Casares frá árinu 1955, höfunda sem koma úr suðurhluta álfunnar, sem og verkum Arreola og Monterroso úr norðurhlutanum. Hún tæpir á þróun formsins síðastliðin þrjátíu ár og veltir […]

Glæpasögur á síðkvöldi

Hinn geysivinsæli franski glæpasagnahöfundur Pierre Lemaître, margverðlaunaður fyrir bók sína Alex, slæst í hópinn með þeim Yrsu Sigurðardóttur og Lilju Sigurðardóttur þar sem umræðuefnið er glæpasagnahefð nútímans og hvort vinsældir greinarinnar séu enn vaxandi. Glæpasögur á síðkvöldi: Pierre Lemaître, Yrsa Sigurðardóttir og Lilja Sigurðardóttir Stjórnandi: Katrín Jakobsdóttir

The Hard Problem

Hér er á ferðinni sérstakur viðburður þar sem útvarpsleikrit verður flutt frammi fyrir áhorfendum í myrkvuðu leikhúsi. Leikritið er byggt á nýjustu skáldsögu Kim Stanley Robinson, Aurora (2015) sem af mörgum er talin vera hans besta bók. Verkið var upphaflega samið til flutnings á Feneyjatvíæringnum og mun höfundur lesa í myrkrinu frásögn sem segir frá […]

Laugardagur 12. september

Listin að segja stórar sögur í fáum orðum

Örsögur veita afar stutta en þó góða innsýn í líf sögupersónanna. Ana María Shua, sem er einn af þekktari rithöfundum Argentínu um þessar mundir, hefur skapað sér nafn sem helsti örsagnahöfundur heimsins. Halldóra Thoroddsen kann listina að segja margt í fáum orðum og hér ræða þær um örsögur og stutter frásagnir á breiðum grunni. Listin […]

Að heiman og heim

Málefni innflytjenda eru víða rædd þessa dagana og innflytjendabókmenntir taka málefnið föstum tökum. Hér ræða verðlaunahöfundurnar Teju Cole, Bandaríkjamaður af nígerísku bergi brotinn, og Hassan Blasim, Íraki sem býr og starfar í Finnlandi, um málefnið og deila reynslu sinni með áheyrendum. Einkum verður sjónum beint að hvað sé heima, er það gamla heimalandið eða er […]

Blaðamennska er ekki glæpur

Hér ræðir Sjón við íranska blaðamanninn Maziar Bahari sem stendur á bak verkefnið Journalism is Not a Crime sem felur í sér stuðning við fangelsaða blaðamenn í Íran og baráttu fyrir prentfrelsi. Bahari var sjálfur blaðamaður í Íran og starfaði fyrir Newsweek þegar hann var handtekinn og fangelsaður án ákæru í kosningunum þar í landi […]

Rosewater: Kvikmynd eftir Jon Stewart

Rosewater eftir bandaríska sjónvarpsmanninn Jon Stewart frá árinu 2015 fjallar um Maziar Bahari og tildrög þess að hann var fangelsaður og dvöl hans í fangelsinu. Myndin var frumsýnd í fyrra og er byggð á endurminningum Bahiri úr fangelsinu. Myndin er ótextuð og er tæpar 90 á lengd. Rosewater: Kvikmynd eftir Jon Stewart Í samstarfi við […]

Bókaball í Iðnó

Hið sívinsæla Bókaball Bókmenntahátíðar fer fram í Iðnó. Hljómsveitin Royal spilar af sinni alkunnu snilld og heldur uppi miklu fjöri. Miðasala fer fram í Iðnó og í Norræna húsinu á meðan á hátíðinni stendur. Miðaverð er 2500 krónur. Bókaball í Iðnó: Hljómsveitin Royal

Utandagskrá

Lestrarsprettur Bókmenntahátíðar og Eymundsson í Austurstræti

Lesendum gefst kostur á að taka lestrarsprett í aðdraganda Bókmenntahátíðar, sitjandi í notalegum stól með góða bók. Lesendur kvitta fyrir þáttökuna í þartilgerða bók og er þetta kjörin leið til að kynna sér höfunda hátíðarinnar og aðra spennandi höfunda sem er að finna í bókaverslunum Eymundsson.

Literary Mixtape: Textablöndun með Willonu Sloan

Ritsmiðja fyrir ungt fólk Viltu spreyta þig á að setja saman þinn eigin texta sem þegar er til, remixa texta líkt og gert er með tónlist? Willona Sloan er rithöfundur og blaðamaður sem kennir í skemmtilegri smiðju að endurraða, endurskrifa, endurvinna og endurblanda texta. Þáttaka er ókeypis og allir geta tekið þátt, hvort sem fólk […]

Norðurlönd 2040

Hvaða augum lítur ungt fólk frá jaðarsvæðum og eylöndum Norðurlanda sameiginlega framtíð sína? Á þessum viðburði kynna þátttakendur í ritsmiðju ungra höfunda, Norðurlönd 2040, sýn sína á sameiginlega framtíð svæðisins og lesa textana sem eru afrakstur smiðjunnar. Þrjátíu af reyndustu ungu höfundum Grænlands, Íslands, Færeyja og Álandseyja hittust í Reykjavík á meðan á Bókmenntahátíð stóð […]