Bókmenntahátíð 2015

Bókmenntahátíð i Reykjavík fer fram dagana 9.-12. september næstkomandi í Norræna húsinu og í Iðnó. Ókeypis er inn á alla viðburði, nema annað sé tekið fram.

Hátíðin fagnar í ár 30 ára afmæli sínu og verður dagskráin fjölbreytt að vanda. Hana má finna hér. Einnig er hægt að skrá sig á póstlista Bókmenntahátíðar til að fylgjast með nýjum fréttum.

Hægt er að kynna sér hér á heimasíðunni höfundana sem staðfest hafa komu sína í ár, bæði íslenska og erlenda. Þá má einnig kynna sér hvaða erlendu útgefendur taka þátt í ár ásamt því að skoða hvaða höfundar hafa heimsótt Reykjavík í boði hátíðarinnar undanfarin 30 ár.