Útgefendur og umboðsmenn 2013

Bókmenntahátíð í Reykjavík býður erlendum útgefendum og umboðsmönnum að taka þátt í hátíðinni. Hér gefst þeim færi á að kynna sér íslenska höfunda og bókmenntir og mynda jafnframt tengsl við íslenska útgefendur. Í ár taka eftirfarandi þátt í Bókmenntahátíð í Reykjavík:

  • Pietro Biancardi og Cristina Gerosa frá ítalska forlaginu Iperborea. Iperborea gefur út norrænar bækur á ítölsku og meðal íslenskra höfunda sem koma út hjá Iperborea eru Jón Kalman Stefánsson, Thor Vilhjámsson og Halldór Laxness.
  • Diogo Madre Deus er útgefandi hjá hinu portúgalska Cavalo de Ferro. Af íslenskum höfundum á hans snærum má nefna Jón Kalman Stefánsson og Sjón.
  • Monica Gram starfar hjá dönsku umboðsskrifstofunni Leonhardt & Høier Literary Agency sem hefur haft mikil og góð tengsl við íslenska höfunda í gegnum árin.
  • Philip Gwyn Jones var lengi útgáfustjóri hjá hinu breska forlagi Portobello Books og byggði þar upp útgáfulista ungra og áhugaverðra höfunda. Guðrún Eva Mínervudóttir kom út hjá Portobello undir stjórn Gwyn Jones.
  • Trine Licht er frá dönsku umboðsskrifstoufnni Licht & Burr Literary Agency og á meðal íslenskra höfunda hjá þeim má nefna bæði Halldór Laxness og Jón Hall Stefánsson.
  • Hege Roel-Rousson er yfir norrænum bókmenntum hjá franska forlaginu Actes Sud, einni virtustu sjálfstæðu bókaútgáfu Frakklands. Bragi Ólafsson og Hallgrímur Helgason hafa komið út á frönsku hjá forlaginu.
  • Chad Post og Kaija Straumanis koma frá bandaríska útgáfufyrirtækinu Open Letter Books sem sérhæfir sig í þýddum bókum á bandaríska markaðnum. Hjá forlaginu hafa komið út á ensku Kristín Ómarsdóttir og Sölvi Björn Sigurðsson, svo dæmi séu tekin.
  • Mátyás Dunajcsik kemur frá ungverska útgáfufyrirtækinu Libri Kiado sem hefur gefið út Ófeig Sigurðsson. Hann starfar jafnframt fyrir umboðsskrifstofuna Sárközy & co.
  • Erling Kagge og Anne Gaathaug eru útgefendur á norska forlaginu Kagge. Kagge gefur út bæði þýddar bækur og norskar og á meðal höfunda á þeirra lista er Yrsa Sigurðardóttir.