Bókmenntahátíð 2013

Large_Bokmenntahatid_logo-EN-1.jpg

Bókmenntahátíð í Reykjavík var haldin í ellefta skiptið dagana 11.-15. september 2103 og iðaði borgin af lífi. Bókmenntahátíð var haldin í samstarfi við heimsþing PEN International, alþjóðasamtök rithöfunda, og komu rúmlega 300 höfundar til Reykjavíkur af þessu tvöfalda tilefni, auk blaðamanna og útgefenda og annarra. Norræna húsið, Iðnó, Harpa og fleiri  staðir í borginni opna dyrnar fyrir bókmenntum hvaðanæva að úr heiminum og hægt var að hlusta, spjalla og lesa á mörgum mismunandi tungumálum.

Reykjavik International Literary Festival 2013Reykjavik International Literary Festival 2013 / PEN International Cultural EveningReykjavik International Literary Festival 2013: Idno Theater

Sautján höfundar frá sextán löndum tóku þátt í Bókmenntahátíð í Reykjavík auk tíu íslenskra höfunda. Þeir voru:

 • Svetlana Alexievich frá Hvíta-RússlandiErlendirhofundar1
 • Douglas Coupland frá Kanada
 • Kiran Desai frá Indlandi
 • Jenny Erpenbeck frá Þýskalandi
 • Kjell Espmark frá Svíþjóð
 • Nuka K. Godtfredsen frá Grænlandi
 • Georgi Gospodinov frá Búlgaríu
 • Rachel Joyce frá BretlandiErlendirhofundar2
 • Herman Koch frá Hollandi
 • Kim Leine frá Danmörku
 • Ewa Lipska frá Póllandi
 • Mazen Maarouf frá Palestínu
 • Alain Mabanckou frá Kongó
 • Madeline Miller frá Bandaríkjunum
 • Steve Sem-Sandberg frá SvíþjóðIslenskirhofundar2
 • Antonio Skármeta frá Chile
 • Can Xue frá Kína
 • Auður Jónsdóttir
 • Eyrún Ingadóttir
 • Gerður Kristný
 • Guðmundur Andri Thorsson
 • Hermann StefánssonIslenskirhofundar1
 • Hugleikur Dagsson
 • Rúnar Helgi Vignisson
 • Stefán Máni
 • Sölvi Björn Sigurðsson
 • Þorsteinn frá Hamri

Nánar má lesa um erlendu höfundana með því að smella hérna og lesa má um íslenska höfunda með því að smella hérna.

Erlendir útgefendur og umboðsmenn tóku þátt í útgefendamálþingi og annarri dagskrá og lista yfir þá má sjá hér.

Nordic House Library

En svo var líka dansað og spilað og hlegið. Rithöfundar hittu forvitna lesendur og lesendur hittu forvitnilega rithöfunda. Útgefendur heyrðu nýjar raddir og hittu aðra útgefendur. Skáld hittu skáld. Skáld dönsuðu við skáld. Og lesendur dönsuðu við uppáhaldshöfundinn sinn á Bókaballinu við undirleik Ágústu Evu og hljómsveitar Ómars Guðjónssonar í Iðnó.

Það er líf og fjör í þessari hátíð, Bókmenntahátíð í Reykjavík, sem var haldin í fyrsta skipti árið 1985. Thor Vilhjálmsson rithöfundur, Einar Bragi skáld og Knut Ödegård þáverandi forstöðumaður Norræna hússins stofnuðu til hátíðarinnar og varð hún fljótt einn af helstu viðburðum íslenska bókmenntasamfélagsins. Hún er vinsæl meðal alþjóðlegra höfunda og útgefenda og þykir ein mikilvægasta bókmenntahátíðin í Norður-Evrópu.

Á Bókmenntahátíð í Reykjavík gerist alltaf eitthvað óvænt og skemmtilegt! Dyr hátíðarinnar standa öllum opnar, nálægð lesanda og höfundar eru aðalsmerki hennar, sem og einstaklega skemmtileg og hlýleg stemning sem gestir fyrri hátíða tala fallega um. Viltu vita meira? Skrifaðu á info (at) bokmenntahatid.is.

Árið 2011 var sett upp ljósmyndasýning þar sem sýndar voru myndir og sagðar sögum af nokkrum gestum fyrri hátíða. Hér má skoða sýninguna: Nokkrir gestir // A Few Guests