Um hátíðina

Bókmenntahátíð í Reykjavík var haldin í fyrsta skipti árið 1985. Thor Vilhjálmsson rithöfundur, Einar Bragi skáld og Knut Ödegård þáverandi forstöðumaður Norræna hússins stofnuðu til hátíðarinnar og varð hún fljótt einn af helstu viðburðum íslenska bókmenntasamfélagsins. Hún er vinsæl meðal alþjóðlegra höfunda og útgefenda og þykir ein mikilvægasta bókmenntahátíðin í Norður-Evrópu.

Á Bókmenntahátíð í Reykjavík gerist alltaf eitthvað óvænt og skemmtilegt! Dyr hátíðarinnar standa öllum opnar, nálægð lesanda og höfundar eru aðalsmerki hennar, sem og einstaklega skemmtileg og hlýleg stemning sem gestir fyrri hátíða tala fallega um.