3 events found.

Blind Spot – Rithöfundurinn Teju Cole sýnir ljósmyndaverk í Eymundsson í Austurstræti

Rithöfundurinn og ljósmyndarinn Teju Cole er rísandi stjarna innan bókmenntaheimsins. Hann er af nígerísku bergi brotinn en flutti sem ungur maður til Bandaríkjanna. Þessi tveggja heima sýn höfundarins nýtist honum vel í starfi sínu. Á sýningunni Blind Spot sýnir Teju Cole ljósmyndir sem innblásnar eru af hugleiðingum um sjálfsímyndir og lífsviðhorf. Sýningunni fylgir áhrifarík ritgerð […]

Formleg opnun Bókmenntahátíðar í Reykjavík í Norræna húsinu

Við opnun í Norræna húsinu munu rithöfundarnir Teju Cole og Steinunn Sigurðardóttir flytja erindi. Cole er fæddur í Nígeríu en býr í Bandaríkjunum og rís stjarna hans hátt í bókmenntaheiminum um þessar mundir. Hann hefur gefið út tvær skáldsögur og er auk þess virtur ljósmyndari. Steinunn er meðal þekktustu rithöfunda Íslands, bæði hér á landi […]

Að heiman og heim

Málefni innflytjenda eru víða rædd þessa dagana og innflytjendabókmenntir taka málefnið föstum tökum. Hér ræða verðlaunahöfundurnar Teju Cole, Bandaríkjamaður af nígerísku bergi brotinn, og Hassan Blasim, Íraki sem býr og starfar í Finnlandi, um málefnið og deila reynslu sinni með áheyrendum. Einkum verður sjónum beint að hvað sé heima, er það gamla heimalandið eða er […]