9 events found.

Heimsstyrjöldin síðari í bókmenntum. Á maður og má maður?

Að skrifa um heimstyrjöldina síðari getur verið afar vandasamt og viðkvæmt. Tveir gestir hátíðarinnar hafa skrifað óvenjulegar bækur um þessa mikla hörmungatíma og hér verður rætt um hvernig og hvort rithöfundar eigi að fjalla um voðaverk og hörmungar stríðstíma í bókum sínum. Hinn sænski Danny Wattin skrifar ljúfsára bók um ferðir afa, föður og sonar […]

Töfrar hversdagsleikans í bókmenntum

Í verkum Helle Helle, Þórdísar Gísladóttur og Óskars Árna Óskarssonar birtast hversdagslegar persónur í hversdagslegum aðstæðum, sem leyna þó á sér þegar betur er að gáð. Hér verður skoðað hvað það er sem gerir hversdagsleikann svo spennandi og áhugaverðan og hvernig þessir höfundar finna sér yrkisefni. Töfrar hversdagsleikans í bókmenntum: Helle Helle, Þórdís Gísladóttir og […]

Write.Drink.Read: A Happy Writing Hour

Bandaríski rithöfundurinn Wilona Sloan sem dvalið hefur hér á landi við skriftir stendur fyrir ritsmiðju og happy hour í Iðnó. Á staðnum verður opinn mæk og Wilona setur fram spennandi verkefni fyrir áhugasama að spreyta sig á. Allir velkomnir! Write.Drink.Read: A Happy Writing Hour Ritsmiðja í samstarfi við Reykjavík bókmenntaborg UNESCO

Hlutverk fortíðar í nútímaskáldskap

Fortíðin er alls ráðandi í skáldverkum hinnar finnsku Katja Kettu, Ófeigs Sigurðssonar og Bergsveins Birgissonar. En hvaða hlutverki gegnir fortíðin og er kannski hægt að skilja samtímann betur með því að spegla sig í fortíðinni? Þetta ræða höfundarnir þrír, sem allir hafa hlotið mikið lof fyrir verk sín, í spjalli við Höllu Oddnýju Magnúsdóttur. Hlutverk […]

Sögur sem ferðast og breytast

Verk Steinunnar Sigurðardóttur þarf vart að kynna fyrir íslenskum eða erlendum lesendum. Þau hafa ferðast víða um heim og Steinunn hefur mörg bókmenntaform á valdi sínu, hefur skrifað barnabók, útvarps- og sjónvarpsleikrit auk þess sem gerð hefur verið kvikmynd eftir einni bóka hennar. Bækur hans eru lesnar víða um heim, sem og bækur breska rithöfundarins […]

Kvöldstund með Dave Eggers

Bandaríski rithöfundurinn og fyrirlesarinn Dave Eggers spjallar um líf og störf. Hann segir áhorfendum frá helstu verkefnum sem hann stendur fyrir í heimalandi sínu, Bandaríkjunum, sem mörg hver tengjast læsi hjá börnum ásamt því að hann segir ferðasögur úr Íslandsferðum sínum.

Glæpasögur á síðkvöldi

Hinn geysivinsæli franski glæpasagnahöfundur Pierre Lemaître, margverðlaunaður fyrir bók sína Alex, slæst í hópinn með þeim Yrsu Sigurðardóttur og Lilju Sigurðardóttur þar sem umræðuefnið er glæpasagnahefð nútímans og hvort vinsældir greinarinnar séu enn vaxandi. Glæpasögur á síðkvöldi: Pierre Lemaître, Yrsa Sigurðardóttir og Lilja Sigurðardóttir Stjórnandi: Katrín Jakobsdóttir

The Hard Problem

Hér er á ferðinni sérstakur viðburður þar sem útvarpsleikrit verður flutt frammi fyrir áhorfendum í myrkvuðu leikhúsi. Leikritið er byggt á nýjustu skáldsögu Kim Stanley Robinson, Aurora (2015) sem af mörgum er talin vera hans besta bók. Verkið var upphaflega samið til flutnings á Feneyjatvíæringnum og mun höfundur lesa í myrkrinu frásögn sem segir frá […]

Bókaball í Iðnó

Hið sívinsæla Bókaball Bókmenntahátíðar fer fram í Iðnó. Hljómsveitin Royal spilar af sinni alkunnu snilld og heldur uppi miklu fjöri. Miðasala fer fram í Iðnó og í Norræna húsinu á meðan á hátíðinni stendur. Miðaverð er 2500 krónur. Bókaball í Iðnó: Hljómsveitin Royal