Umhverfið, framtíðin og framtíð skáldskaparins

Vísindaskáldskapur dregur stundum upp dökka og fjarstæðukennda mynd af veruleikanum en er það endilega svo nú á tímum? Er framtíðarsýnin sem finna má í skáldskap af þessu tagi kannski afar raunsæ og nálægt lesendum í tíma? Hinn heimsþekkti vísindaskáldsagnahöfundur Kim Stanley Robinson, sem meðal annars hefur verið útnefndur sem hetja umhverfisins af Time Magazine, og Andri Snær Magnason spjalla við Óttarr Proppé um umhverfismál og framtíðarsýn vísindaskáldsagnahöfunda.

Umhverfið, framtíðin og framtíð skáldskaparins: Kim Stanley Robinson og Andri Snær Magnason

Stjórnandi: Óttarr Proppé

Í samvinnu við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO