Listin að segja stórar sögur í fáum orðum

Örsögur veita afar stutta en þó góða innsýn í líf sögupersónanna. Ana María Shua, sem er einn af þekktari rithöfundum Argentínu um þessar mundir, hefur skapað sér nafn sem helsti örsagnahöfundur heimsins. Halldóra Thoroddsen kann listina að segja margt í fáum orðum og hér ræða þær um örsögur og stutter frásagnir á breiðum grunni.

Listin að segja stórar sögur í fáum orðum: Ana María Shua og Halldóra Thoroddsen

Stjórnandi: Steinunn Inga Óttarsdóttir