Orrusta litateikninganna með Amélie

Myndlistarsýning Amélie Graux í Alliance française Tryggvagötu 8

Amélie Graux er fædd árið 1977 og býr og starfar í París. Hún fékk snemma meiri áhuga á teikningu, roquefort-osti, bókmenntum og krabbaveiðum en landafræði, stærðfræði og blaki. Nú starfar hún sem myndskreytir og rithöfundur og hefur unnið fyrir alla helstu bókaútgefendur í Frakklandi. Hún hefur hlotið verðlaun fyrir bæði myndskreytingar og stuttmyndir.

Sýning hennar opnar fyrir boðsgesti 9. september og verður opin á opnunartíma Alliance française frá og með 10. september. Laugardaginn 12. september verður Amélie með sögustund á frönsku fyrir börn og hefst hún kl. 15.30. Allir velkomnir.