Literary Mixtape: Textablöndun með Willonu Sloan

Ritsmiðja fyrir ungt fólk

Viltu spreyta þig á að setja saman þinn eigin texta sem þegar er til, remixa texta líkt og gert er með tónlist? Willona Sloan er rithöfundur og blaðamaður sem kennir í skemmtilegri smiðju að endurraða, endurskrifa, endurvinna og endurblanda texta. Þáttaka er ókeypis og allir geta tekið þátt, hvort sem fólk er vant skrifum eða ekki. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og er áhugasömum bent á að skrá sig á netfangið bokmenntaborgin@reykjavik.is.