Heimsstyrjöldin síðari í bókmenntum. Á maður og má maður?

Að skrifa um heimstyrjöldina síðari getur verið afar vandasamt og viðkvæmt. Tveir gestir hátíðarinnar hafa skrifað óvenjulegar bækur um þessa mikla hörmungatíma og hér verður rætt um hvernig og hvort rithöfundar eigi að fjalla um voðaverk og hörmungar stríðstíma í bókum sínum. Hinn sænski Danny Wattin skrifar ljúfsára bók um ferðir afa, föður og sonar í fjársjóðsleit til Póllands og hinn þýski Timur Vermes ímyndar sér afleiðingar þess að Hitlar vakni upp af værum blundi í Berlín árið 2011, en þær eru sprenghlægilegar á köflum.

Heimstyrjöldin síðari í bókmenntum. Á maður og má maður?

Timur Vermes og Danny Wattin

Stjórnandi: Egill Helgason