Formleg opnun Bókmenntahátíðar í Reykjavík í Norræna húsinu

Við opnun í Norræna húsinu munu rithöfundarnir Teju Cole og Steinunn Sigurðardóttir flytja erindi. Cole er fæddur í Nígeríu en býr í Bandaríkjunum og rís stjarna hans hátt í bókmenntaheiminum um þessar mundir. Hann hefur gefið út tvær skáldsögur og er auk þess virtur ljósmyndari. Steinunn er meðal þekktustu rithöfunda Íslands, bæði hér á landi og utan landsteinanna. Bækur hennar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og hún hefur kennt ritlist og haldið erindi víða um heim.

Fyrir boðsgesti eingöngu.

Formleg opnun Bókmenntahátíðar í Reykjavík í Norræna húsinu