Ana María Shua: Örsögur í Rómönsku Ameríku

Í erindinu mun Ana María Shua fjalla um örsagnaformið í Rómönsku Ameríku, sem má rekja til fyrstu áratuga tuttugustu aldar. Hún greinir frá safni Borgesar og Bioy Casares frá árinu 1955, höfunda sem koma úr suðurhluta álfunnar, sem og verkum Arreola og Monterroso úr norðurhlutanum. Hún tæpir á þróun formsins síðastliðin þrjátíu ár og veltir einnig upp spurningunni hvar rætur örsagnaskrifa á spænsku liggja: Í Rómönsku Ameríku eða á Spáni. Einnig verður fjallað um áhrif evrópskra höfunda og muninn á örsagnaforminu í Rómönsku Ameríku og Bandaríkjunum.

Erindið er haldið í samvinnu við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og spænskunnar við Háskóla Íslands.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku.