Að heiman og heim

Málefni innflytjenda eru víða rædd þessa dagana og innflytjendabókmenntir taka málefnið föstum tökum. Hér ræða verðlaunahöfundurnar Teju Cole, Bandaríkjamaður af nígerísku bergi brotinn, og Hassan Blasim, Íraki sem býr og starfar í Finnlandi, um málefnið og deila reynslu sinni með áheyrendum. Einkum verður sjónum beint að hvað sé heima, er það gamla heimalandið eða er það nýja landið?

Að heiman og heim: Teju Cole og Hassan Blasim

Stjórnandi: Sjón