11 events found.

Heimsstyrjöldin síðari í bókmenntum. Á maður og má maður?

Að skrifa um heimstyrjöldina síðari getur verið afar vandasamt og viðkvæmt. Tveir gestir hátíðarinnar hafa skrifað óvenjulegar bækur um þessa mikla hörmungatíma og hér verður rætt um hvernig og hvort rithöfundar eigi að fjalla um voðaverk og hörmungar stríðstíma í bókum sínum. Hinn sænski Danny Wattin skrifar ljúfsára bók um ferðir afa, föður og sonar […]

Töfrar hversdagsleikans í bókmenntum

Í verkum Helle Helle, Þórdísar Gísladóttur og Óskars Árna Óskarssonar birtast hversdagslegar persónur í hversdagslegum aðstæðum, sem leyna þó á sér þegar betur er að gáð. Hér verður skoðað hvað það er sem gerir hversdagsleikann svo spennandi og áhugaverðan og hvernig þessir höfundar finna sér yrkisefni. Töfrar hversdagsleikans í bókmenntum: Helle Helle, Þórdís Gísladóttir og […]

Konur, ástin og frásagnarháttur í bókmenntum

Hér verður skoðað hvort frásagnarhættir kvenna séu með einhverjum hætti frábrugðnir frásagnarhætti karlkynshöfunda. Skáldkonan danska Stine Pilgaard, sem skrifaði bókina Mamma segir um eðli ástarinnar, og hin einstaka Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir, skoða málið frá ýmsum hliðum, velta fyrir sér þróuninni í gegnum tíðina og bera saman bækur sínar. Konur, ástin og frásagnarháttur í bókmenntum: […]

Sannar sögur og falsaðar

Sjálfsævisöguleg skrif kalla fram spurningar hjá lesendum um sannleikann, sjónarhorn og hina hárfínu línu á milli skáldskapar og sannleika. Hér mætast þrír höfundar sem allir byggja á eigin reynslu í skrifum sínum og ræða við Gunnþórunni Guðmundsdóttur um hvað það er sem gerir sjálfsævisögur spennandi og hlutverk minnis og sannleika í slíkum verkum. Sannar sögur […]

Hlutverk fortíðar í nútímaskáldskap

Fortíðin er alls ráðandi í skáldverkum hinnar finnsku Katja Kettu, Ófeigs Sigurðssonar og Bergsveins Birgissonar. En hvaða hlutverki gegnir fortíðin og er kannski hægt að skilja samtímann betur með því að spegla sig í fortíðinni? Þetta ræða höfundarnir þrír, sem allir hafa hlotið mikið lof fyrir verk sín, í spjalli við Höllu Oddnýju Magnúsdóttur. Hlutverk […]

Sögur sem ferðast og breytast

Verk Steinunnar Sigurðardóttur þarf vart að kynna fyrir íslenskum eða erlendum lesendum. Þau hafa ferðast víða um heim og Steinunn hefur mörg bókmenntaform á valdi sínu, hefur skrifað barnabók, útvarps- og sjónvarpsleikrit auk þess sem gerð hefur verið kvikmynd eftir einni bóka hennar. Bækur hans eru lesnar víða um heim, sem og bækur breska rithöfundarins […]

Umhverfið, framtíðin og framtíð skáldskaparins

Vísindaskáldskapur dregur stundum upp dökka og fjarstæðukennda mynd af veruleikanum en er það endilega svo nú á tímum? Er framtíðarsýnin sem finna má í skáldskap af þessu tagi kannski afar raunsæ og nálægt lesendum í tíma? Hinn heimsþekkti vísindaskáldsagnahöfundur Kim Stanley Robinson, sem meðal annars hefur verið útnefndur sem hetja umhverfisins af Time Magazine, og […]

Íslenskar bókmenntir sem innblástur

Íslenskar bókmenntir, bæði fornbókmenntir og nútímabókmenntir, veita rithöfundum víða um heim innblástur. Nýjasta bók David Mitchell, The Bone Clocks, gerist að hluta til á Íslandi, einmitt á Bókmenntahátíð í Reykjavík, og hann hefur áður lýst yfir mikilli aðdáun á Íslandsklukku Halldórs Laxness. Emil Hjörvar Petersen og Vilborg Davíðsdóttir leita hvort um sig mikið í sagnaarfinn […]

Glæpasögur á síðkvöldi

Hinn geysivinsæli franski glæpasagnahöfundur Pierre Lemaître, margverðlaunaður fyrir bók sína Alex, slæst í hópinn með þeim Yrsu Sigurðardóttur og Lilju Sigurðardóttur þar sem umræðuefnið er glæpasagnahefð nútímans og hvort vinsældir greinarinnar séu enn vaxandi. Glæpasögur á síðkvöldi: Pierre Lemaître, Yrsa Sigurðardóttir og Lilja Sigurðardóttir Stjórnandi: Katrín Jakobsdóttir

Listin að segja stórar sögur í fáum orðum

Örsögur veita afar stutta en þó góða innsýn í líf sögupersónanna. Ana María Shua, sem er einn af þekktari rithöfundum Argentínu um þessar mundir, hefur skapað sér nafn sem helsti örsagnahöfundur heimsins. Halldóra Thoroddsen kann listina að segja margt í fáum orðum og hér ræða þær um örsögur og stutter frásagnir á breiðum grunni. Listin […]