Eva Rún Snorradóttir

Eva Rún Snorradóttir er menntaður sviðshöfundur frá Listaháskóla Íslands. Hún hefur um árabil starfað sem sjálfstætt starfandi sviðshöfundur. Hún er ein af þremur konum í Framandverkaflokknum Kviss búmm bang sem hefur starfað frá árinu 2009 og sett upp fjölda verka bæði hér heima og á sviðslistahátíðum erlendis. Megin rannsóknarefni Kviss búmm bang er „eðlileikinn“ í allri sinni dýrð. Eva Rún hefur gefið út tvær ljóðabækur hjá Bjarti sem báðar fjalla á einhvern hátt um uppvöxt hennar í Neðra Breiðholtinu; Heimsendir fylgir þér alla ævi árið 2013 og Tappi á himninum árið 2016.