Etgar Keret

Mynd: Stephen Roehl

Etgar Keret er einn af vinsælustu rithöfundum Ísraels Hann er sérstaklega þekktur sem afkastamikill og margverðlaunaður smásagnahöfundur en Keret hefur einnig sent frá sér myndasögur, barnabók og skrifað handrit fyrir kvikmyndir og sjónvarp. Nýjasta bók Keret er endurminningabók og  kallast á ensku The Seven Good Years, en þar skrifar Keret um árin sjö sem liðu frá fæðingu sonar hans til dauða föður hans. Bækur Keret hafa verið þýddar á yfir 40 tungumál.