Samanta Schweblin

2019

Samanta Schweblin er ungur höfundur frá Argentínu en eftir hana liggja þó þegar þrjú smásagnasöfn og tvær skáldsögur, hún hefur unnið til fjölmargra verðlauna og verk eftir hana hafa verið þýdd á yfir 20 tungumál. Fyrsta skáldsaga hennar Distancia de Rescate (Fever Dream á ensku) var tilnefnd til Alþjóðlegu Man Booker verðlaunanna og er væntanleg íslenskri þýðingu nú í vor. Smásögur eftir hana munu birtast í TMM nú í kringum Bókmenntahátíðina .

Schweblin þykir magnaður höfundur og stíll hennar algjörlega einstakur þótt henni hafi ítrekað verið líkt við Kafka, Grimmsævintýri og jafnvel sjónvarpsþættina Black Mirror. Sjálf segir hún spennu í skrifunum vera afskapleg nauðsynlega – ekki bara til að halda lesendanum við efnið heldur ekki síður sjálfri sér.

Eftir að bækur Schweblin voru þýddar yfir á enska tungu opnaðist henni (og bókum hennar) nýr heimur. Hún skrifar á spænsku en er nú búsett í Berlín og stendur þar fyrir vinnustofu í skapandi skrifum á heimili sínu tvisvar í viku meðfram eigin skrifum.