Maja Lunde

2019

Maja Lunde er norskur rithöfundur og að baki langan feril sem barnabókahöfundur. Árið 2015 hlaut hún heimfrægð fyrir sína fyrstu bók fyrir fullorðna, en það var Biernes historie.

Maja er margverðlaunuð fyrir verk sín og hlaut m.a. norsku bókasalaverðlaunin fyrir Biernes historie. Sú bók er fyrsta bók hennar í fyrirhuguðum fjórleik þar sem allar bækurnar taka á umhverfismálum. Bók númer tvö ber nafnið Blá og kemur út hjá Máli og menningu í íslenskri þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur nú fyrir hátíðina.